Færsluflokkur: Bloggar

Kjósum endurreisn Íslands

 Ég hvet alla til að lesa þessa grein um Evrópusambandið eftir Baldur Þórhallsson prófessor í Stjónmálafræði.

Endurreisn samfélags okkar byggir á umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Lífskjör okkar eru í húfi. Hægt er að hefja undirbúning að upptöku evru samhliða samningaviðræðum um aðild að ESB. Enginn annar kostur stendur til boða varðandi gjaldmiðlaskipti. Það hefur margoft komið skýrt fram í máli forystumanna ESB. Þeir eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB aðildar.

Það er mikilvægt því ESB býður upp á varanlegar sérlausir í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og byggðamálum í aðildarsamningum. Það sýna samningar Norðurlandanna og Maltverja. Kjósi þjóðin aðild er hægt að tengja krónuna við evru fáum vikum eftir að gengið er í sambandið. Planið getur ekki verið skýrara. Valið stendur á milli þessarar áætlunar eða óbreytts ástands innvafins í útópíu töfralausna.

rvk.baldur.200[1] 

Mörg heimili og flest fyrirtæki eru í nauðvörn. Umsókn um aðild ásamt yfirlýsingu um að stefnt verði að tengingu krónunnar við evru myndu þegar í stað styrkja efnahagslífið. Íslensk fyrirtæki fengju greiðari aðgang að erlendu lánsfé. Vextir heimila og fyrirtækja myndu lækka. Fyrirtæki gætu hafið enduruppbyggingu og fjölgað störfum. Gengi krónunnar er líklegt til að styrkjast og verða stöðugra þar til krónan verður tengd evrunni. Þetta þýðir minni verðbólgu, lægra vöruverð - bætt lífskjör.

Við getum staðið utan ESB og notað krónu áfram. Það mun hins vegar þýða áframhald launalækkana, fækkun starfa, viðskiptahöft og skömmtun gjaldeyris. Við Íslendingar höfum sjaldan eða aldrei haft eins skýran valkost í alþingiskosningum. Á laugardaginn stendur valið á milli farsællar framtíðarinnar meðal þeirra þjóða sem í fremstu röð standa eða heimatilbúinna hafta.

Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði og skipar 6. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður.

 

 


Samfylkingin birtir lista yfir styrktaraðila flokksins

 

Það var mikið þarfaþing og í raun réttlætismál að afnema þann trúnað sem ríkt hefur við styrktaraðila stjórnmálaflokka á Íslandi. Ísland fer þá loks að mjakast í þá átt að kallast alvöru lýðræðisríki. 

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi með blaðamönnum þar sem efnahagsstefna flokksins var kynnt, að hún muni beita sér fyrir því að í þeim tilfellum þar sem trúnaður hafi ríkt um fjárstyrki til flokksins þá verði honum aflétt svo flokkurinn geti birt lista yfir styrktaraðila. Hún tók fram að fréttir síðustu daga af ristastyrkjum til eins stjórnmálaflokks sýni hve áratuga baráttan hennar fyrir opnu og gegnsæju bókhaldi stjórnmálaflokka hafi verið.

Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur 


Þeir mundu ekki kalla þetta styrk suður í Ítalíu

Getur ekki verið að það þurfi lögreglurannsókn á þessu máli? Hvað segja hluthafar við svona gjörningi. Þarf ekki Guðlaugur Þór að draga framboð sitt til baka, eða kannski fleiri frambjóðendur?  Voru eigendur Landsbankans að launa fyrri söluna á sínum tíma. Átti ekki Baugsliðið að vera í vinfengi við einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn? Getur stjórnmálaflokkur starfað óháð eftir að hafa þegið svona upphæðir úr höndum auðjöfra?  Miðað við íslenska höfðatölu kallast það varla styrkur að þiggja 55 milljónir frá auðjöfrum. Það kallast eitthvað annað. Ætli Mr. Brown og Mr. Darling og eigendur Icesafe reikninganna séu búnir að frétta af þessu?
mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og VG byggja velferðarbrú

Jóhanna Sigurðar lofaði þegar hún tók við sem forsætisráðherra að ríkisstjórnin mundi vinna hratt og örugglega.  Samfylkingin og VG hafa verið með ermarnar uppbrettar allt frá því þau hófu að byggja upp eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokks sem endaði með þjóðargjaldþroti. Jóhanna og félagar eru rétt að byrja á uppbyggingastarfinu sem ómögulegt var að vinna með Sjálfstæðisflokknum því þar á bæ var afneitunin slík að það minnti á nautnasegg sem hefur étið yfir sig. Mikilvægast í uppbyggingastarfinu var að skipa ópólitíska viðskipta- og dómsmálaráðherra sem ekki eru flæktir í hagsmunanet auðvaldsins. Einnig var það mikil djörfung að ná í  seðlabankastjóra út fyrir landsteinanna svo ekki sé nú talað um ráðningu Evu Joy. Þessu fólki öllu treysti ég til að vinna okkur út úr vandanum. 
mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engir ábyrgðarmenn lengur

Loks er búið að samþykkja á alþingi frumvarp til laga um ábyrgðarmenn. Lúðvík Bergvinsson hefur lagt málið fram árum saman án þess að fá það samþykkt. Það er ekki fyrr en nú, þegar vinstri stjórn hefur tekið við að máið fæst samþykkt samhljóða í þinginu. Hvaða ljón var eiginlega í veginum hér á árum áður? Það þarf varla að fjölyrða neitt um það.  Það er þjóðarhagur að vinstri stjórn haldi áfram að loknum alþingiskosningum.


mbl.is Ábyrgðarmennirnir burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki neyðarlínuna 112

Getur einhver sagt mér hvers vegna í ósköpunum Neyðarlínan ohf. lagði 300 þúsund krónur í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar? Þetta kemur fram hjá ríkisendurskoðun sem birti í fyrsta sinn útdrætti úr reikningum stjórnmálaflokka. Þegar opinberun á bókhaldi stjórnmálaflokka var til umfjöllunar á alþingi þá vakti athygli að sjálfstæðiflokkurinn reyndi að koma í veg fyrir að þessi lög yrðu samþykkt. Rökin voru m.a. þau að mörg fyrirtæki vildu geta styrkkt ,,sinn" stjórnmálaflokk án þess að það væri opinberað.

Neyðarlínan er í eigu landsmanna og því er undarlegt að þetta opinbera fyrirtæki skuli styrkja einn stjórnmálaflokk umfram aðra. Eignarhald á Neyðarlínunni ohf. er þannig að Reykjavíkurborg á 10.5%, Ríkissjóður á 73,6% Landsvirkjun á 7,9% og Orkuveita Reykjavíkur á 7.9%.  Í stjórn neyðarlínunnar sátu þegar styrkurinn var veittur, fulltrúar Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og fjármálaráðuneyti. Þessum ráðuneytum var öllum stýrt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu aAþingiskosningar. Ætli ÖSE viti af þessu? 

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item256614/


- kemur alltaf einhver kona

þegar vandamál
heimsins eru
vegin, metin og
útkljáð
þegar augu hafa
mæst
og hendur verið
þrýstar
í alvöru
augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og
opna gluggana
til að hleypa
vindlareyknum út.

Það bregst ekki.

Ingibjörg Haraldsdóttir segir það sem segja þarf um innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðuneytið. Ljóðið er ort árið 1942.

 

 


Utanríkisráðuneytið afþakkar heimsókn menntamálaráðherra Ísraels til Íslands

Mikið er ég ánægð með ákvörðun utanríkisráðuneytisins að afþakka heimsókn menntamálaráðherra Ísraels hingað til lands.  Heimsóknin átti að vera á þriðjudaginn og kom tilkynning um það frá Ísraelsmönnum án nokkurs samráðs við utanríkisráðuneytið. Þeir sendu bara tilkynningu um að þeir væru á leiðinni. Tilgangur heimsóknarinnar átti að vera að kynna sjónarmið Ísraelsmanna í Gaza málinu. Urður Gunnarsdóttir í utanríkisráðuneytinu sagði að ráðuneytið hefði tilkynnt Ísraelsmönnum að heimsóknin væri óviðeigandi. Eins og kunnugt er fordæmdi  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Íslands árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara í Palestínu. Mikið er ég fegin að utanríkisráðherra Íslands er ekki úr Sjálfstæðisflokknum.

Nú treystum við á sjómenn, bændur og búalið.

Dóttir mín 13 ára gömul spurði mig á laugardaginn hvort við fjölskyldan værum í einhverjum vandræðum - hvort við værum hugsanlega að tapa einhverju. Ég hugsaði mig um smá stund og velti fyrir mér, hverju við gætum tapað. Eftir að hafa velt spurningu Ísabellu, dóttur minnar, fyrir mér í örskamma stund svaraði ég henni eftir bestu vitund. Við erum bara í góðum málum hér á heimilinu - ekki á leiðinni að tapa neinu.  Ef við getum ekki keypt vörur sem framleiddar eru í útlöndum þá verðum við bara án þeirra. Íslenskir bændur geta framleitt mat ofaní okkur og þeir geta framleitt föt utaná okkur og sjómenn geta veitt fisk ofaní okkur. Við getum meira að segja veitt sjálf ofaní okkur. Við búum við hafið, matarkistuna okkar. Við getum ræktað kartöflur, rófur, gulrætur, kál,  rabbarbara, - haft hænur í bílskúrnum,,, - og ég veit ekki hvað og hvað.

Nú treystum við á sjómenn, bændur og búalið. 


Að fá sér skyndibita um hánótt uppi í Seðlabanka.

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag. Hann kallar greinina Skyndibiti í skjóli nætur - réttnefni á þeim gjörningi sem fór fram í Seðlabankanum um hánótt. Það sem ég furðaði mig á þegar ég heyrið Davíð tilkynna í útvarpinu að ríkisstjórnin hefði ákveðið að kaupa Glitni og að ríkisstjórnin ætlaði að selja Glitni aftur var; af hverju var Davíð að segja okkur hvað ríkisstjórnin hefði ákveðið að gera? Hvar voru allri hinir? Svo sá ég mynd af Geir Haarde og Árna Matt -  já, auðvitað, þeir voru í aftursætinu hjá Davíð. Hver sótti Össur? Já hvar var Samfylkingin? Þarf ekki að ræða málið á Alþingi? Nú á Samfylkingin að nota tækifærið og slíta stjórnarsamstarfinu. Eftirlaunafrumvarpið, niðurlagning Þjóðhagsstofnunar, Heimastjórnarhátíð fyrir fáa útvalda, Ríkisráðsfundur í fjárveru forseta Íslands og svo núna kaupin á Glitni í skjóli nætur, segja sína sögu um gæluverkefni Davíðs.  Hjálpi mér hamingjan, það þarf að fá fullorðinn einstakling, helst konu, til að stjórna landinu. Hún gæti gert það í rólegheitum á daginn meðan karlarnir í Sjálfstæðisflokknum dunda sér við það, næturlangt, að finna út hvaða ljótu karlar eru að naga sundur krónuna okkar. Svo þegar þeir eru búnir að leita að skemmdarvörgunum án þess að verða ágengt, verður konan búin að laga til í efnahagsstjórninni og sækja um inngöngu í Evrópusambandið.  Eftirlitsstofnanir þar á bæ koma í veg fyrir að  Davíð geti fengið sér skyndibita um hánótt uppi í Svörtuloftum.  Við þurfum nefnilega að koma á lýðræði á Íslandi. Hvenær kemur annars, Ingibjörg Sólrún heim?

Hér er greinin: 

Skyndibiti í skjóli nætur

mynd

Þorvaldur Gylfason skrifar:

Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu.

Ég er staddur hér í boði Seðlabanka Noregs til að tala við fjármálamenn um ástand og horfur íslenzkra banka. Glitnir býður núna hæstu innlánsvextina í Noregi og auglýsir grimmt, svo að bankar heimamanna eiga í vök að verjast. Ég ætti vitaskuld að vera úti í mildu kvöldveðrinu í hjarta þessarar sögufrægu og fallegu borgar og njóta lífsins, en ég ligg heldur í símanum inni á hóteli til að fylgjast með ósóma og vitfirringu heimsins. Það er mánudagskvöld. Fyrr í dag risu bandarískir þingmenn, aðallega repúblikanar, upp gegn Bush forseta og felldu frumvarp leiðtoga beggja flokka um neyðarhjálp handa bankakerfinu, svo að hlutabréf hröpuðu í verði um allan heim. Paul Krugman, prófessor í Princeton, lýsir landi sínu sem bananalýðveldi með bombu.






 

Traust talsamband við flokkinn

Skyndiþjóðnýting Glitnis um miðja nótt vekur áleitnar spurningar. Margir hafa átt von á, að stærstu viðskiptabönkunum þrem gæti reynzt erfitt að halda áfram að endurfjármagna erlend skammtímalán. Þau uxu upp úr öllu valdi á örfáum árum og námu um mitt ár 2008 rösklega tvöfaldri landsframleiðslu og sextánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þau uxu hratt vegna þess, að Seðlabankinn hafði enga stjórn á útþenslu bankanna. Seðlabankanum bar að halda aftur af vexti bankanna með því að skylda þá til að binda fé í Seðlabankanum í samræmi við ákvæði laga og hemja útlán þeirra og vöxt að því marki. En Seðlabankinn gerði hið gagnstæða: hann lækkaði bindiskylduna til að þóknast bönkunum og hætti síðan að beita henni.
Einn angi bankavandans er bundinn við jöklabréf. Þetta eru skammtímabréf, sem til dæmis belgískur tannlæknir kaupir með evrum, sem hann tekur að láni við lágum vöxtum og skiptir í krónur og leggur inn á hávaxtareikning á Íslandi og leysir síðar út höfuðstólinn með áföllnum vöxtum. Þessi viðskipti borguðu sig meðan gengi krónunnar hélzt stöðugt. En nú kippa erlendir fjárfestar eins og belgíski tannlæknirinn að sér hendinni og losa sig við krónurnar frekar en að kaupa ný jöklabréf, og við það lækkar gengi krónunnar. Útistandandi jöklabréf, sem falla á gjalddaga innan árs, nema nú röskum fimmtungi landsframleiðslunnar. Við eðlilegar aðstæður væri ekki hlaupið að því fyrir bankana að velta svo þungum bagga á undan sér eða vinda ofan af honum. Lánsfjárþurrðin þyngir róðurinn til muna.
Þegar aðþrengdur erlendur banki dró skyndilega lánsloforð til baka, óskaði Glitnir eftir aðstoð í Seðlabankanum. Allir þekkja afstöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans til helzta eiganda Glitnis. Það var í því ljósi sérkennileg ákvörðun af hálfu Glitnis að leita til Seðlabankans frekar en til ríkisstjórnarinnar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Glitnir hefði verið í fullum rétti, hefði hann beðið ríkisstjórnina um að halda Seðlabankanum af vanhæfisástæðum utan við málið. Samt gengu Glitnismenn að því er virðist grunlausir í gin ljónsins og misstu bankann úr höndunum. Líklegt virðist, úr því sem komið er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist nú til að afhenda einkavinum sínum í Landsbankanum bréf ríkisins í Glitni sem fyrst með kveðju frá skattgreiðendum.





 

Tveir heimar

Ég hef áður lýst þeirri skoðun á þessum stað (21. febrúar 2008), að tímabundin endurþjóðnýting banka væri vænlegasta leið ríkisins til að rétta þeim hjálparhönd, ef á skyldi reyna hér heima. En þjóðnýting Glitnis þurfti ekki að fara fram í skyndingu í skjóli nætur, án þess að nokkur gögn væru kunngerð eða útreikningur sérfræðinga á umsömdu yfirtökuverði. Eðlileg meðferð málsins hefði verið að veita Glitni víkjandi lán með ströngum skilyrðum, svo að lánsféð breyttist í hlutafé, tækist Glitni ekki í tæka tíð að standa í skilum. Vandi Glitnis er lausafjárvandi og gefur ekki tilefni til tafarlausrar þjóðnýtingar. Seðlabankinn beitti eigendur bankans harðræði, þar á meðal verkafólk og sjómenn í lífeyrissjóðnum Gildi, og dró Sjálfstæðisflokkinn á eftir sér í allra augsýn eins og uppstoppaðan hund í bandi. Alþingi getur rift gerræðinu með lögum. Til þess þarf Samfylkingin að rjúfa stjórnarsamstarfið, knýja fram kosningar strax eða mynda nú þegar nýja ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni til að sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana og hreinsa til í Seðlabankanum.



 

 

http://visir.is/article/20081002/SKODANIR04/560211748


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.