Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2008 | 11:54
Fínar myndirnar hans Mats ljósmyndara frá Hvestudal
Ég má til að setja inn þessar myndir af Hvestudal í Arnarfirði bara til að minna okkur á fegurð Arnarfjarðar. Ketildalirnir á myndinni eru líka einstakir enda ríkir þar fegurðin ein. Hugsið ykkur ef Hvestudalur sem er einn af Ketildölunum yrði tekinn undir olíuhreinsistöð sem væri knúin áfram með díselolíu?
Ég hitti Mats ljósmyndara í Tjöruhúsinu á Ísafirði í fyrrasumar og hann gaf mér disk með myndum sem hann hefur tekið af íslensku landslagi og var alveg heilluð. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í myndatökur og hann notast við flugvélar og þyrlu til að ná þessum myndum enda er sjónarhornið alveg einstakt. Ég fékk góðfúslegt leyfi Mats ljósmyndara til að birta þessar myndir og bendi á slóðina á síðunni hans.
Ketildalir, Mynd Mats
Hvestunúpur, mynd Mats
Hringsdalsnúpur, mynd Mats
Hvestudalur, mynd Mats
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 23:04
Urrað úr Svörtuloftum
Nú verður Geir Haarde að hætta að tala um verðbólguskot, við erum að tala núna um bullandi viðvarandi verðbólgu. Þetta orð, verðbólguskot heyrðist ekki hér áður, þekktist ekki, enda var það tekið upp þegar umræðan um efnahagsóstjórn var orðin óþægileg og hugsandi fólk sá í hvað stefndi. Þá var Davíð að kynda bálið í stjórnarráðinu og ekki búinn að velja sér stólinn í seðlabankanum. Ríkisstjórn Framsóknar og Íhalds kveikti þvílíkt bál hér á landi á síðasta kjörtímabili að ekkert verður við ráðið. Það þarf að kalla út varaslökkvilið til að ráða niðurlögum eldsins. Þeir fiktuðu með eldspýturnar og við sjáum nú afleiðingarnar. Þeir voru varaðir við,, margoft. Þeim var sagt að það væri óðs manns æði að fara af stað á sama tíma með Kárahnjúkavirkjun, 90 prósent húsnæðislán, sem urðu svo 100 prósent, losa um bindiskyldu bankanna svo þeir gætu líka ausið út peningum og keppt við íbúðarlánasjóð og lækka svo skatta, allt á sama tíma. Þetta hlaut að enda illa. Ekki var hægt að koma vitinu fyrir þá á þessum tíma. Ef við hlustum á þingræður frá þessum tíma þá má heyra þessa viðvörun frá stjórnarandstöðunni. Ingibjörg Sólrún kallaði þetta ofhitnun í hagkerfinu, efnahagsóstjórn. Ef Davíð hefði ekki lagt niður þjóðhagsstofnun hér um árið, í geðvonskukasti, bara látið nægja að reka forstöðumanninn, þá hefði sú stofnun getað varað við þessu, hún var jú, óháð. Það er kannski þess vegna sem hún var lögð niður. Nú situr hinn geðvondi í Svörtuloftum og urrar út um gluggann. Á hvern er maðurinn eiginlega að urra?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 18:26
Er fjármálaráðherrann í lagi?
Þetta útspil fjármálaráðherra í kjaradeilu ljósmæðra kemur mér ekki á óvart. Reyndar varð ég ekki einu sinni fyrir vonbrigðum því til þess þarf að hafa væntingar. Ég hef aldrei gert kröfur til Árna Matthíssen, hvorki sem sjávarútvegsráðherra eða fjármálaráðherra.
Ég held að allir þurfi að breyta umræðunni í þessari kjaradeilu ljósmæðra og hugsa þetta upp á nýtt. Það á t.d. ekki að heyrast "ég hef samúð með ljósmæðrum" þær þurfa ekki samúð, þetta eru sterkar konur sem gera kröfur. Það á heldur ekki að tala um kjarabætur eða hækkun launa ljósmærða, heldur margra ára launaskekkju sem þarf að leiðrétta. Sem sagt orðum hlutina upp á nýtt; EKKI LAUNAHÆKKUN HELDUR LEIÐRÉTTING !
Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2008 | 14:51
Frábært hjá Þórunni Sveinbjarnar
Í fréttum útvarps í gær kom fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra væri á móti Bjallavirkjun. Kapphlaupið er orðið svo mikið að komast yfir þá virkjanakosti sem eru mögulegir í landinu að aftur og aftur vaknar fólk upp við þann vonda draum að framkvæmdir orkufyrirtækja eru komnar það langt á veg að ekki verði aftur snúið. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og bíða eftir þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi rammaáætlun um virkjanakosti. Vinna hlutina í réttri röð.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar um virkjanakosti er að störfum og þegar hún hefur kynnt tillögur að rammaáætlun og þær síðan samþykktar á Alþingi þá vita stjórnendur fyrirtækja í orkuframleiðslu nákvæmlega hvaða svæði eru frátekin og verði ekki raskað. Hingað til hefur ekki verið hugað að réttri forgangsröðun en nú hafa Íslendingar eignast umhverfisráðherra. Húrra fyrir Þórunni.
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 22:01
Lærið hennar Gunnu Ögmunds heillaði marga
Þær voru flottar konurnar í Perlunni í dag sem stóðu fyrir söfnun til styrktar skólabyggingu í Jemen fyrir konur og börn. Ég mætti í Perluna og fann fyrir þeim góða anda sem ríkti meðal fólksins sem kom til að styrkja gott málefni og verða sér úti um góðan varning á góðu verði. Lærið hennar Guðrúnar Ögmundsdóttur heillaði marga og fór sunnudagslærið á yfir hundrað þúsund krónur. Ég væri alveg til í að borða læri hjá henni Gunnu vinkonu minni Ö. Ég veit að hún eldar góðan mat og því verður fólkið sem hreppti hnossið ekki svikið af sunnudagssteikinni.
Gott framtak, Húrra fyrir Jóhönnu Kristjánsdóttur og öllum hinum konunum, já og körlunum sem mættu í Perluna og styrktu gott málefni.
Skólinn er í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er óhugsandi að þrír karlar, þeir Ólafur Egilsson, Hilmar Foss og
Ragnar Jörundsson geti samið við rússneskt olíufyrirtæki um að
reisa olíuhreinsistöð í Hvestudal í Arnarfirði. Ég hvet fólk til að
skoða þennan stað þar sem fegurðin ein ríkir.
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða efna til vettvangsferðar í Hvestu í
Arnarfirði Laugardaginn 30 ágúst. Leiðsögumaður í ferðinni verður Jón
Þórðarson frá Bíldudal en hann er mjög fróður um lífríki og náttúrufar á
þessum slóðum. Safnast verður saman kl. 13.00 við Gallery Dynjanda á
Bíldudal og farið þaðan í Hvestu.
Fólk er hvatt til að sameinast í bíla og taka með vini og kunningja. Ferðin
er tilvalin útivist fyrir alla fjölskylduna og börn á öllum aldri eru
sérstaklega velkomin.
Mikil umræða hefur staðið að undanförnu um hugsanlega olíuhreinsistöð í
Hvestudal í Arnarfirði, og hefur sitt sýnst hverjum. Náttúruverndarsamtök
Vestfjarða vilja stuðla að upplýstri umræðu um þetta mál og hvetja því fólk
til þess að mæta í þessa vettvangsferð og skoða náttúru Hvestudals og
Arnarfjarðar með eigin augum.
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2008 | 23:34
Komin aftur heim á Ísafjörð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 19:19
Fór í frí til Spánar
Er í fríi á Spáni med fjolskyldunni. Kem á Ísafjord 8. júlí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 22:17
Ha? Ekkert landsskipulag?
Þá höfum við það! Sjálfstæðisflokkurinn er á móti stjórnarfrumvarpi umhverfisráðherra um að í skipulagslögum verði gert ráð fyrir landsskipulagi. Í núgildandi skipulagslögum er gert ráð fyrir að allt vald sé hjá sveitarfélögum og getur ríkisvaldið þá ekkert aðhafst ef t.d. sveitarfélag vill reisa stóriðju í túnfætinum. Í nágrannalöngunum er gert ráð fyrir í skipulagslögum að landsskipulag sé æðra skipulagsvaldi sveitarfélaganna og hafa ýmsir fagmenn á sviði skipulagsmála á Íslandi oft talað um að það vanti landsskipulag á Íslandi. En, nei takk, aldeilis ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei átt umhverfisráðherra, Ísland hefur aldrei átt umhverfisráðherra,,, fyrr en nú. Þeir bara kunna þetta ekki. Eru ekki einhverjir skipulagsfræðingar, landlagsarkitektar og umhverfisfræðingar í Sjálfstæðisflokknum sem geta komið fyrir þá vitinu?
http://visir.is/article/20080618/FRETTIR01/381545796
Bloggar | Breytt 20.6.2008 kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2008 | 20:31
Hvar hefur Geir eiginlega verið öll þessi ár?
Það var einkennilegt að heyra Geir Haarde forsætisráðherra segja í ávarpi til þjóðarinnar á Austurvelli að ríkisstjórnin hefði á síðasta ári tekið við góðu búi. Hvar hefur maðurinn eiginlega verið síðastliðin ár? Þeir settu efnahagslíf Íslendinga upp á rönd, hann og Framsóknarflokkurinn, hleyptu af stað 90 prósent húsnæðislánum á sama tíma og Kárahnjúkadæmið var á fullum dampi. Ofhitnunin í okkar litla hagkerfi var þvílík að það getur tekið mörg ár enn að jafna sig. Stjórnarandstaðan sem stóð vaktina á þeim tíma sagði einmitt að afleiðingarnar gætu komið harkalega niður á launafólki. Ingibjörg Sólrún kallaði þetta efnahagsóstjórn og sagði að það gæti tekið fleiri en eitt kjörtímabil að kæla niður hagkerfið og ná stöðugleikanum á ný. Við erum einmitt að súpa seyðið af efnahagsóstjórn síðustu ríkisstjórnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem reyndar voru við völd í 12 ár. Átti Geir ekki að vera þar á meðal, meira að setja um tíma á vaktinni sem fjármálaráðherra?
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)