Urrað úr Svörtuloftum

Nú verður Geir Haarde að hætta að tala um verðbólguskot, við erum að tala núna um bullandi viðvarandi verðbólgu.  Þetta orð, verðbólguskot heyrðist ekki hér áður, þekktist ekki, enda var það tekið upp þegar umræðan um efnahagsóstjórn var orðin óþægileg og hugsandi fólk sá í hvað stefndi. Þá var Davíð að kynda bálið í stjórnarráðinu og ekki búinn að velja sér stólinn í seðlabankanum.  Ríkisstjórn Framsóknar og Íhalds kveikti þvílíkt bál hér á landi á síðasta kjörtímabili að ekkert verður við ráðið. Það þarf að kalla út varaslökkvilið til að ráða niðurlögum eldsins.  Þeir fiktuðu með eldspýturnar og við sjáum nú afleiðingarnar. Þeir voru varaðir við,, margoft. Þeim var sagt að það væri óðs manns æði að fara af stað á sama tíma með Kárahnjúkavirkjun, 90 prósent húsnæðislán, sem urðu svo 100  prósent, losa um bindiskyldu bankanna svo þeir gætu líka ausið út peningum og keppt við íbúðarlánasjóð og lækka svo skatta, allt á sama tíma. Þetta hlaut að enda illa. Ekki var hægt að koma vitinu fyrir þá á þessum tíma. Ef við hlustum á þingræður frá þessum tíma þá má heyra þessa viðvörun frá stjórnarandstöðunni. Ingibjörg Sólrún kallaði þetta ofhitnun í hagkerfinu, efnahagsóstjórn.  Ef Davíð hefði ekki lagt niður þjóðhagsstofnun hér um árið, í geðvonskukasti, bara látið nægja að reka forstöðumanninn, þá hefði sú stofnun getað varað við þessu, hún var jú, óháð. Það er kannski þess vegna sem hún var lögð niður.  Nú situr hinn geðvondi í Svörtuloftum og urrar út um gluggann. Á hvern er maðurinn eiginlega að urra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gíslason

Æ, ég er svolítið sammála þessu. Og svo kenna sumir krónunni um allt saman. Er það ekki svolítið eins og að skeyta skapi sínu á hraðamælinum ef maður er tekinn fyrir of hraðan akstur?

Stefán Gíslason, 25.9.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Fín færsla hjá þér - það er svo gott að geta alltaf fundið einhvern annan til að kenna um ódæðin!!!

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband