6.2.2009 | 23:05
- kemur alltaf einhver kona
þegar vandamál
heimsins eru
vegin, metin og
útkljáð
þegar augu hafa
mæst
og hendur verið
þrýstar
í alvöru
augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og
opna gluggana
til að hleypa
vindlareyknum út.
Það bregst ekki.
Ingibjörg Haraldsdóttir segir það sem segja þarf um innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðuneytið. Ljóðið er ort árið 1942.
Athugasemdir
Flott ! Og við hæfi.
Og hver sópar og tekur til eftir partýið ?
Konan !
Jóhanna er að taka til !
Sem betur fer.
Mætti taka til í launamun kynjanna líka
kona (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:53
Ég kýs nú frekar bara að setjast við borðið og fá mér kaffi og sígó meððeim! :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 16.3.2009 kl. 03:32
Já Ylfa mín, það er nú það sem við erum að reyna að gera um allan heim, koma fleiri konum að borðinu með körlunum en gengur ansi hreint hægt.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.