6.10.2008 | 22:50
Nú treystum við á sjómenn, bændur og búalið.
Dóttir mín 13 ára gömul spurði mig á laugardaginn hvort við fjölskyldan værum í einhverjum vandræðum - hvort við værum hugsanlega að tapa einhverju. Ég hugsaði mig um smá stund og velti fyrir mér, hverju við gætum tapað. Eftir að hafa velt spurningu Ísabellu, dóttur minnar, fyrir mér í örskamma stund svaraði ég henni eftir bestu vitund. Við erum bara í góðum málum hér á heimilinu - ekki á leiðinni að tapa neinu. Ef við getum ekki keypt vörur sem framleiddar eru í útlöndum þá verðum við bara án þeirra. Íslenskir bændur geta framleitt mat ofaní okkur og þeir geta framleitt föt utaná okkur og sjómenn geta veitt fisk ofaní okkur. Við getum meira að segja veitt sjálf ofaní okkur. Við búum við hafið, matarkistuna okkar. Við getum ræktað kartöflur, rófur, gulrætur, kál, rabbarbara, - haft hænur í bílskúrnum,,, - og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú treystum við á sjómenn, bændur og búalið.
Athugasemdir
Já, ég tek undir með góðri konu sem vildi þakka framsókn fyrir alla styrkina til handa íslenskri bændastétt sem annars væri löngu útdauður iðnaður! Eins gott að enn er til fólk í landinu sem kann að framleiða mat!
Góða helgi.
Ylfa Mist Helgadóttir, 10.10.2008 kl. 17:01
Heil og sæl Bryndís mín. Ísabella og Sturla minn orðin 13 ára OMG hvað tíminn er fljótur að líða.
Já þetta eru merkilegir tímar sem við erum að upplifa. Ég held að ungdómurinn í dag sé hugsi yfir mörgu sem ekki hefur verið issue í þeirra lífi hingað til. Þetta er lærdómsríkt á margan þátt, en á sama tíma hræðilega erfitt fyrir margar fjölskyldur í landinu.
Herdís Sigurjónsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:16
Þú ert dásamleg Bryndís. Næstum sama og sour minn svarði þegar í tal barst mtarskortur. "Ég á veiðistöng og byssu og það er alltaf hægt að fá garðholu"
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.