30.9.2008 | 11:54
Fínar myndirnar hans Mats ljósmyndara frá Hvestudal
Ég má til að setja inn þessar myndir af Hvestudal í Arnarfirði bara til að minna okkur á fegurð Arnarfjarðar. Ketildalirnir á myndinni eru líka einstakir enda ríkir þar fegurðin ein. Hugsið ykkur ef Hvestudalur sem er einn af Ketildölunum yrði tekinn undir olíuhreinsistöð sem væri knúin áfram með díselolíu?
Ég hitti Mats ljósmyndara í Tjöruhúsinu á Ísafirði í fyrrasumar og hann gaf mér disk með myndum sem hann hefur tekið af íslensku landslagi og var alveg heilluð. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í myndatökur og hann notast við flugvélar og þyrlu til að ná þessum myndum enda er sjónarhornið alveg einstakt. Ég fékk góðfúslegt leyfi Mats ljósmyndara til að birta þessar myndir og bendi á slóðina á síðunni hans.
Ketildalir, Mynd Mats
Hvestunúpur, mynd Mats
Hringsdalsnúpur, mynd Mats
Hvestudalur, mynd Mats
Athugasemdir
Sæl Bryndís ég tek undir það með þér að það yrði synd ef Hvestudalurinn yrði eyðilagður með stóriðju. Kem þangað nokkuð regluglega, fallegur staður og gaman að koma í fjöruna þar.
Gaman að líta inn hjá þér við vorum saman í skóla í gamla daga í 1 og 2 bekk í unglingadeild Álftamýraskóla. kv. Sigga Þórðar
Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 1.10.2008 kl. 03:49
Vá þetta eru magnaðar myndir, ég verð greinilega að fara að færa mig á önnur svæði :)
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.