12.9.2008 | 18:26
Er fjármálaráðherrann í lagi?
Þetta útspil fjármálaráðherra í kjaradeilu ljósmæðra kemur mér ekki á óvart. Reyndar varð ég ekki einu sinni fyrir vonbrigðum því til þess þarf að hafa væntingar. Ég hef aldrei gert kröfur til Árna Matthíssen, hvorki sem sjávarútvegsráðherra eða fjármálaráðherra.
Ég held að allir þurfi að breyta umræðunni í þessari kjaradeilu ljósmæðra og hugsa þetta upp á nýtt. Það á t.d. ekki að heyrast "ég hef samúð með ljósmæðrum" þær þurfa ekki samúð, þetta eru sterkar konur sem gera kröfur. Það á heldur ekki að tala um kjarabætur eða hækkun launa ljósmærða, heldur margra ára launaskekkju sem þarf að leiðrétta. Sem sagt orðum hlutina upp á nýtt; EKKI LAUNAHÆKKUN HELDUR LEIÐRÉTTING !
Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.9.2008 kl. 18:41
Já þessi fígúra Árni Matthisen, maður segir ekki annað en úff!!!!!!
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 14.9.2008 kl. 02:51
Ætla þeir ekki að fara að henda honum í Landsvirkjun áður en hann skandalast meira?
Gló Magnaða, 16.9.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.