Ísland er ekki aflögufært um losunarheimildir fyrir olíuhreinsistöð

Þá höfum við það, svart á hvítu. Ef einhver ætlar að reisa olíuhreinsistöð á Íslandi þá þarf sá aðili að kaupa losunarheimildirnar erlendis. Þær heimildir sem Ísland hefur samkvæmt skuldbindingum  til ársins 2012 um losun á gróðrhúsalofttegundum duga ekki fyrir olíuhreinsistöð. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til Álfheiðar Ingadóttur á Alþingi. Álfheiður spyr margra þarfra spurninga um olíuhreinsistöð og aðkomu ríkisvaldsins að slíkum framkvæmdum. Í svari iðnaðarráðherra kemur fram að ráðuneytið er ekkert að aðhafast í þeim málum enda liggur ekkert á borðinu varðandi orkuöflun, losunarheimildir, umhverfisáhrif og framkvæmdaaðila. Þá geta Íslendingar andað léttar og hætt að karpa um eitthvað sem aldrei verður að veruleika, snúið sér að öðrum málum og haldið áfram að vinna að uppbyggingu atvinnulífs í stóriðjulausum landsfjórðungi.  Fyrirspurnina og svarið má sjá  hér 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Sæl frænka

Málið stendur þér nær en mér , en skiptir mig samt miklu máli , ég sé þetta ekki fyrir mér . Hvers vegna í veröldinni eigum við að fara hreinsa skítinn eftir aðra , við erum engin olíu framleiðslu þjóð , Látum þær þjóðir sem hagnast á framleiðslu líka sjá um hreinsun . Ég mun aldrei samþykkja að borga fyrir auknar  losunarheimildir.

KV

Sigga Þóra 

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 4.4.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Til hamingju með kjörið.  Frábært framtak.

Ánægð með þig.

Gangi ykkur vel. 

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.