Vestfirsk náttúruverndarsamtök stofnuð 5. apríl

Um þessar mundir hefur undirbúningshópur unnið að því að endurreisa virðuleg samtök sem störfuðu hér á árum áður á Vestfjörðum og heita vestfirsk náttúruverndarsamtök. Samtökin hafa verið óvirk í 20 ár eða um það bil.Endurlífgunin mun eiga sér stað í Hömrum á Ísafirði laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Á fundunum verða flutt áhugaverð erindi auk þess sem kosin verður ný stjórn og samþykktir fyrir samtökin. Á fundinum mun Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra  flytja ávarp auk þeirra Árna Finnssonar formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ómars Ragnarssonar, fjölmiðlamanns, stjórnmálamanns, náttúruunnanda eða bara lífskúnstners.

Nú þegar hefur fjöldi fólks skráð sig í samtökin og hvet ég alla til að mæta á fundinn eða skrá sig í samtökin. Hægt er að setja sig í samband við undirritaða með tölvupósti á bryndis@isafjordur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Viltu skrá mig í samtökin, Bryndís? Sendi þér nauðsynlegar upplýsingar í tölvupósti. Ég vil endilega vera með.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Ég skrái þig Lára mín og læt þig fylgjast með.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kærar þakkir.
Var að taka eftir því að netfangið þitt er vitlaust í færslunni - r í stað s í nafninu þínu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Aha... þú ert búin að laga það! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Gott framtak! Gangi þér vel í undirbúningnum!
Bestu kveðjur vestur

Stefán Gíslason, 31.3.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gott framtak  með bestu kveðju frá Hafnarfirði

Valgerður Halldórsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.