8.3.2008 | 21:33
Það er allt að gerast um páskana á Ísafirði
Það er allt að gerast um páskana á Ísafirði. Þess vegna ætlum við stórfjölskyldan, börn og barnabörn að vera heima og taka þátt í þeim viðburðum sem í boði eru. Skíðavikan er í góðum höndum hjá henni Önnsku vinkonu minni, hún kann að halda risastóra veislu með stæl. Ef einhverjir eru að hugsa um að gera sér glaðan dag um páskana þá hvet ég þá til að vera með okkur á ísfirsku skíðavikunni. Þetta verður í boði:
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður, Trúbadorinn Siggi Björns á Vagninum, göngubingó fyrir alla fjölskylduna, furðufatadagur í Tungudal, danssýning, ljósmyndasýning, myndlistarsýning, kajaksiglingar með Sigga Hafberg, gúllassúpan hennar Ólafar Davíðs, útgáfutónleikar Bermuda, sýning á skíðaminjum í Sóltúni, Dimmalimm í Tjöruhúsinu, gönguskíðaferð um friðland Hornstranda, Rocky Horror í Edinborgarhúsinu og fleira og fleira. Þú þarft ekkert endilega að vera góður á skíðum til að taka þátt, það er svo ótalmargt í boði alla vikuna.
Hér er heimasíðá skíðavikunnar gjörið svo vel. http://skidavikan.is/ og heimasíða Aldrei fór ég suður. aldrei.is
Þetta er hún Edda Katrín nágranni minn á Hlíðarveginum ættuð úr Mjógötunni hans Dóra Hermanns. Myndina tók ég af heimasíðu skíðavikunnar.
Athugasemdir
Og hverju má maður alls ekki missa af ?
Rocky Horror er á mínum lista.
guðrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:02
Gleðilega páska
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:21
Páskaknús
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.