Ingibjörg Sólrún er ekki Framsóknarflokkur

 

Staksteinar Morgunblaðsins eru alveg bit á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skuli ekki spyrja Sjálfstæðisflokkinn um leyfi til að tjá skoðun sína í Evrópumálum. Halda staksteinar virkilega að ISG sé einhver Framsóknaflokkur? Reyndar hafa staksteinar verið uppteknir af þessari konu um árabil. Þeir gera sér sennilega grein fyrir mætti hennar og megin og líta því á hana sem hættuleigan pólitískan andstæðing Sjálfstæðisflokksins sem hún auðvitað er. 

Morgunbaðið lét enn eina ferðina skína í íhaldshornið á sér í föstudagsblaðinu þegar stakseinar blaðsins kvörtuðu yfir því að ISG hefði sagt að"íslensk stjórnvöld ættu að kappkosta að haga málum á þann hátt að Ísland uppfylli öll skilyrði ef og þegar til þess komi að stjórnvöld velji að stíga það skref að sækja um aðild að ESB." Staksteinum finnst hún ekki standa við gerða samninga með því að segja þetta vegna þess að þetta stendur ekki í stjórnarsáttmálanum.

Nú á það ekki að koma neinum á óvart hver skoðun ISG er í Evrópumálum. Hún sér að sjálfsögðu enga ástæðu til að breyta skoðun sinni í þeim málum hvað þá liggja á þeim þó hún sé í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Af hverju ætti hún að gera það?

Reyndar er skemmtilegt að heyra í flölmiðlum af ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar sem blossar upp af og til. Á þetta einkum við þegar Samfylkingarþingmenn tjá sig um virkjanamál, stóriðjumál og Evrópumál.  Þegar skoðanir þeirra fara ekki saman við skoðun Sjálfstæðisflokksins þá er talað um ágreining á stjórnarheimilinu. Af hverju skildi nú þetta vera svona? Jú við erum svo vön að hafa Framsóknarflokkinn með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og báðir alltaf á einu máli eins og um einn flokk væri að ræða.

Ég vona svo sannarlega að ég fái oft að heyra um þennan ágreining í ríkisstjórn, því þá veit ég að mitt fólk er að standa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Bryndís mín, ég vildi nú heldur sjá ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins.  En það er bara mín skoðun.  Þeir hafa svo sem alltaf óttast Ingibjörgu Sólrúnu, það er ekkert nýtt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Já Ásthildur mín. Það hefði verið gott að geta gefið íhaldinu frí, þeir hafa allt of lengi verið við völd. Það getur ekki verið hollt, hvorki fyrir þá sjálfa eða þjóðina. Þegar til kastanna kemur held ég að félagshyggjufólk sé í meirihluta á Íslandi.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Vonandi verður það eitt af því sem uppúr stendur eftir þetta stjórnarsamstarf að það verði eðlilegur hlutur í stjórnmálum að hafa skoðanafrelsi og geta talað fyrir sínum málstað hvort sem fólk er í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Guðrún Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Já Guðrún það er ekki vanþörf á að tak upp samræðu- og samráðsstjórnmál.Tími til kominn eftir allt samráðsleysið sem ríkt hefur í ríkisstjórn undanfarin ár sbr. Írak o.fl

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 3.3.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þú ert nú svo sæt.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.