Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2007 | 18:15
Óvirðing við pabbana
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.11.2007 | 22:18
Komin heim frá Gambíu
Nú er ég komin heim frá Gambíu reynslunni ríkari. Ég setti inn nokkrar myndir sem ég tók ásamt upplýsingum um land og þjóð.
Gambía er lítið þéttbýlt land í Vestur-Afríku þar sem íbúafjöldi er 1,3 milljónir á landssvæði sem er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland. Gambía er eitt af minnstu ríkjum Afríku. Landið liggur eins og ormur inn í Senegal en hefur örlitla strandlengju að Atlantshafi. Þessa skrýtnu lögun má rekja til nýlendutímans en Bretar réðu landsvæðinu meðfram ánni Gambíu, sem landið er kennt við, en Frakkar náðu hins vegar valdi yfir Senegal. Höfuðborg Gambíu heitir Banjul og eru íbúar þar um 100 þúsund. Helstu trúarbrögð eru Islam (Sunni) og enska er opinbert tungumál þjóðarinnar, en jafnframt eru töluð tungumál sem kallast Mandinka, Fulani og Wolof. Gambía er eitt af allra fátækustu löndum heims. Sem dæmi má nefna eru þjóðartekjur á mann í Gambíu um það bil sjötíu sinnum lægri en á Íslandi.
Fátækt fylgir jafnan slæmt heilsufar. Í Gambíu deyja að meðaltali 133 af hverjum þúsund börnum innan eins árs frá fæðingu en sambærileg tala fyrir Ísland er 6 af hverjum þúsund börnum. Um 20% íbúanna hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Aðeins þriðjungur þeirra kann að lesa og skrifa. Meðalævilengd Gambíumanna er einungis 45,6 ár en meðalævilengd Íslendinga er 79,1 ár.
Tilgangur ferðarinnar var að taka upp vinadeildarsamstarf milli Rauða kross deildanna á Vestfjörðum og deildarinnar í North Bank í Gambíu. Skrifað var undir samstarfssamning þar sem fram kemur að báðir aðilar miðla af þekkingu og reynslu sem kemur til með að efla sjálfboðastarf í báðum löndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007 | 12:53
Farin til Gamíu í Afríku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.10.2007 | 11:59
Óvitar á Akureyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 10:50
Hvenær er komið nóg?
Heyrði í útvarpinu í morgun enn eina dapurlegu fréttina frá Írak. Fyrrverandi yfirmaður Bandaríkjahers og uppgjafa hershöfðingi Ricardo Sanchez sagði á fréttamannafundi á föstudag Bandaríkjamenn heyja örvæntingafullt stríð án árangurs. Þetta á bæði við um stríðið í Írak og hina svokölluðu baráttu gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Ætla þeir kannski að skúrkast þarna niðurfrá þar til þeir finna sér nýtt ríki til að ráðast á?
Fréttin á Rúv
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item173288/
Bloggar | Breytt 16.10.2007 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 22:01
Ótrúleg orka í Orkuveitu Reykjavíkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 21:20
Að hugsa sér frið.
Að hugsa sér firð. Það var glæsilegt að horfa á þegar tendrað var á friðarsúlunni í Viðey. Ég var að vísu ekki á staðnum en sá þessa látlausu athöfn í beinni í sjónvarpinu. Yoko Ono hélt stutt ávarp og sagði að súlan væri gjöf frá henni og John Lennon til íslensku þjóðarinnar. Súlan er tileinkuð Lennon sem hefði orðið 67 ára í dag. Barnakórinn sem söng lagið Imagine á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárns var til sóma og ekki spillti fyrir að allir voru í lopapeysum. Eitthvað svo íslenskt í ískaldri nepjunni að hugsa sér frið úti í Viðey. Nú geta landsmenn farið að syngja Imagine, að hugsa sér frið á hinu ylhýra. Ég hefði samt kosið að vera laus við þennan Natofund sem haldinn er í Reykjavík einmitt nú á þessari stundu. Ætli Natoliðið sé nokkuð að hugsa um firð á þessum fundi. Er ekki líklegra að einhverjir á fundinum séu að skipuleggja loftárásir á eitthvert ríki úti í heimi til að stilla til friðar eða koma spilltum einræðisherra frá völdum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 17:51
Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ísafirði
Ég fór í bíó í gær. Ég ætla líka að fara í bíó í kvöld. Ég fór reyndar líka í bíó fyrir ári síðan. Það er ekkert fréttnæmt við þessar bíóferðir mínar nema fyrir það að á Ísafirði er haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð. Frábært framtak hjá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni. Sjálfboðaliðar í Rótum hafa gert okkur kleift að sitja í bíó í þrjá daga og njóta þess að horfa á úrval af góðum bíómyndum. Þetta er annað árið í röð sem félagið stendur að alþjóðlegri kvikmyndahátíð og vona ég svo sannarlega að þessi viðburður sé að festast í sessi hér á Ísafirði. Takk fyrir mig. Áfram Rætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 15:10
Fjölmenningarsetur og engar snittur?
Þær eru aldeilis að skora stelpurnar í Fjölmenningarsetri. Þeim hefur heldur betur tekist að sanna sig, búnar að raka til sín peningum og geta því farið að fjölga störfum á Vestfjörðum. Ætli störfin séu ekki orðin fimm eða fleiri þarna hjá þeim? Húrra! Þeim hefur tekist að sanna það rækilega að það er í góðu lagi og vel framkvæmanlegt að setja niður nýjar opinberar stofnanir langt, langt í burtu frá höfuðborgarsvæðinu og þjóna landsmönnum vítt og breytt um landið. Það var að vísu alveg óþarfi tengja þessa auknu fjárveitingu sem félagsmálaráðherra slakaði hingað til okkar á dögunum við, mótvægisaðgerð vegna niðurskurðar á þorskkvóta." Ég vil heldur nota um þessa aðgerð orðin "og þó fyrr hefði verið". Það var löngu kominn tími til að stækka þessa stofnun sem var skilgreind árið 2001 sem tilraunaverkefni með einni konu innanborðs, henni Elsu Arnardóttur. Nú er tilrauninni lokið og tími til kominn að Fjölmenningarsetur verði skilgreint sem sjálfstæð stofnun á Ísafirði og fjárhagslegur grundvöllur hennar tryggður til frambúðar. Til þess þarf að breyta löggjöf um starfsemina þannig að hún fái formlega það hlutverk að þjóna landinu öllu og samræma ýmsa þætti sem snúa að þjónustu við innflytjendur.
Það hefði nú einhverjum þótt ástæða til að bjóða í snittur og kalla í fjölmiðla af öðru eins tilefni hér áður fyrr.
Bloggar | Breytt 26.9.2007 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2007 | 18:23
Okkar fulltrúi á staðnum kallaður heim frá Írak
Nú hefur okkar fulltrúi á staðnum verið kallaður heim frá Írak, sá eini sem stóð vaktina fyrir okkar land, fánann og föðurlandið. Framsókn var alveg bit, eða var það bara Valgerður sem var bit? Við hin vorum líka bit þegar íslenskir friðaðgæsluliðar voru sendir til Írak til að skakka leikinn eftir að Kaninn hafði fengið umboð frá Davíð og Halldóri til að lúskra á saklausum borgurum í Írak sem ekkert höfðu til saka unnið annað en að hafa yfir sér slæman forseta. Nú ríkir þar borgarastyrjöld sem ekkert lát er á. Nýr utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nú ákveðið að kalla þennan eina aðila heim og lýst því yfir að Íslendingar muni rétta þessari stríðshrjáðu þjóð hjálparhönd með því að aðstoða flóttafólk frá Írak sem heldur til í búðum í Sýrlandi, Jórdaníu og öðrum nágrannalöndum og getur ekki snúið til síns heima. Við eigum að aðstoða þessa þjóð, hún á það svo sannarlega inni hjá okkur.
Bloggar | Breytt 17.9.2007 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)