Mikið er ég ánægð með ákvörðun utanríkisráðuneytisins að afþakka heimsókn menntamálaráðherra Ísraels hingað til lands. Heimsóknin átti að vera á þriðjudaginn og kom tilkynning um það frá Ísraelsmönnum án nokkurs samráðs við utanríkisráðuneytið. Þeir sendu bara tilkynningu um að þeir væru á leiðinni. Tilgangur heimsóknarinnar átti að vera að kynna sjónarmið Ísraelsmanna í Gaza málinu. Urður Gunnarsdóttir í utanríkisráðuneytinu sagði að ráðuneytið hefði tilkynnt Ísraelsmönnum að heimsóknin væri óviðeigandi. Eins og kunnugt er fordæmdi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Íslands árásir Ísraelsmanna á óbreytta borgara í Palestínu. Mikið er ég fegin að utanríkisráðherra Íslands er ekki úr Sjálfstæðisflokknum.
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Bryndís.
Bestu kveðjur vestur!
Stefán Gíslason, 17.1.2009 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.