7.9.2008 | 14:51
Frábært hjá Þórunni Sveinbjarnar
Í fréttum útvarps í gær kom fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra væri á móti Bjallavirkjun. Kapphlaupið er orðið svo mikið að komast yfir þá virkjanakosti sem eru mögulegir í landinu að aftur og aftur vaknar fólk upp við þann vonda draum að framkvæmdir orkufyrirtækja eru komnar það langt á veg að ekki verði aftur snúið. Þess vegna er mikilvægt að staldra við og bíða eftir þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi rammaáætlun um virkjanakosti. Vinna hlutina í réttri röð.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar um virkjanakosti er að störfum og þegar hún hefur kynnt tillögur að rammaáætlun og þær síðan samþykktar á Alþingi þá vita stjórnendur fyrirtækja í orkuframleiðslu nákvæmlega hvaða svæði eru frátekin og verði ekki raskað. Hingað til hefur ekki verið hugað að réttri forgangsröðun en nú hafa Íslendingar eignast umhverfisráðherra. Húrra fyrir Þórunni.
![]() |
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já var ekkert smá ánægð með hana !
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 14.9.2008 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.