30.8.2008 | 22:01
Lærið hennar Gunnu Ögmunds heillaði marga
Þær voru flottar konurnar í Perlunni í dag sem stóðu fyrir söfnun til styrktar skólabyggingu í Jemen fyrir konur og börn. Ég mætti í Perluna og fann fyrir þeim góða anda sem ríkti meðal fólksins sem kom til að styrkja gott málefni og verða sér úti um góðan varning á góðu verði. Lærið hennar Guðrúnar Ögmundsdóttur heillaði marga og fór sunnudagslærið á yfir hundrað þúsund krónur. Ég væri alveg til í að borða læri hjá henni Gunnu vinkonu minni Ö. Ég veit að hún eldar góðan mat og því verður fólkið sem hreppti hnossið ekki svikið af sunnudagssteikinni.
Gott framtak, Húrra fyrir Jóhönnu Kristjánsdóttur og öllum hinum konunum, já og körlunum sem mættu í Perluna og styrktu gott málefni.
Skólinn er í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta allt saman. Fór á sunnudeginum og styrkti um svolitla aura!
Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.