7.6.2008 | 16:18
Við stelpurnar á heimilinu hlupum saman í dag
Bryndís, Bryndís Helka, Svanlaug, Ísabella og Kata
Við stelpurnar í fjölskyldunni hlupum saman í dag á Ísafirði í kvennahlaupinu, Bryndís Hekla hljóp í kerru með Svanlaugu mömmu sinni og dóttur minni, tvíburarnir þeirra Kötu og Steina sonar míns hlupu í vagni með sinni mömmu og Ísabella yngri dóttir mín hljóp líka með okkur, barnlaus enda er hún ekki nema þrettán. Við hlupum sem sagt allar stelpurnar í fjölskyldunni og ungarnir líka. Fjöldi kvenna tók þátt í hlaupinu á Ísafirði í yndislegu veðri, hlýju og björtu. Konur á öllum aldri tóku þátt, sumar í hjólastól sumar gangandi, aðrar skokkandi og enn aðrar hlupu á harða spretti eins og t.d. hún Ísabella mín sem hljóp sjö kílómetra.
Svanlaug, Bryndís Hekla og Kata. Tvíburarnir Már Óskar og Valdís Rós í vagninum
Þarna er hún Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði fremst á myndinni
Athugasemdir
Blessuð Bryndís Milla heiti ég, get ekki orða bundist að tala um myndirnar frá í dag,
það er svo gaman að sjá kunnugleg andlit og yndislegu fjöllin í baksýn.
Eru tvíburarnir barnabörnin þín?
Kveðjur vestur
Frá Millu á Húsavík. Áður í Sundstrætinu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2008 kl. 17:55
Já tvíburarnir eru barnabörnin mín, átta mánaða kríli. Þú geturséð fullt af myndum að Vestan á http://skutull.is/
Kveðja,
Bryndís
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:42
Til hamingju með þau og allt þitt fólk.
Ég mun kíkja inn á Skutul, þó maður eigi fullt af myndum sjálfur, er maður eigi svo oft að taka þær fram.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2008 kl. 19:51
Vá hvað það er gaman að sjá allt þitt fólk ,rosalega eruð þið líkar það er gaman að eiga svona duglegar frænkur .
kveðja
Sigga Þóra
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:19
Gaman að sjá þennan föngulega hóp kvenna, þú og þínar! Það sást ekki í þá yngstu ?
Kveðja,
Mamm´ennar Rakelar
Faktor, 9.6.2008 kl. 20:23
duglegar eru þið !
Vona að allt gangi vel.
Kv Þóra :)
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10.6.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.