3.6.2008 | 14:32
Rice spurð óþægilegra spurninga
Condoleezza Rice fundaði með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á dögunum og þurfti að svara óþægilegum spurningum. Það er gott til þess að vita að gestir frá Bush stjórninni skuli fá heyra það.
Á fundinum var Rice spurð út í ályktun sem samþykkt var á Alþingi af öllum viðstöddum þingmönnum. Ályktunin felur í sér fordæmingu á mannréttindabrotum í fangabúðum Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu og skorað er á Bandaríkjamenn að loka búðunum. Rice fullyrti að mannréttindabrot væru ekki framin í Guantanamo í dag og vísaði hún í ítarlega skýrslu OECD um málið. Hvatti hún íslenska þingmenn til að kynna sér efni skýrslunnar. Já, það var nefnilega það !
Athugasemdir
Ég legg til að við drögum sem mest úr samskiptum okkar við ríki þar sem ógnarstjórnir eru við völd og mannréttindi eru fótum troðin, t.d. ríki á borð við Kína, Burma og Bandaríkin. Reyndar held ég að þetta fari að lagast þarna vestur frá, en Condo er ekki hluti af þeirri áætlun.
Stefán Gíslason, 4.6.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.