Náttúruverndarsamtök Vestfjarða

Frá fundinum 

 

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru stofnuð laugardaginn 5. apríl að viðstöddum umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur sem ávarpaði fundinn. Einnig voru með innlegg á fundinum Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ómar Ragnarsson sem óþarfi er að kynna. Hátt í hundrað manns voru á fundinum og var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða skora á stjórnvöld og forráðamenn sveitarstjórna á Vestfjörðum að standa vörð um vestfirska náttúru með hóflegri og skynsamlegri nýtingu náttúrugæða, rannsóknum á vistkerfi og verndun náttúruverðmæta. Tekið verði fyllsta tillit til náttúrufars, dýralífs, gróðurs og sjávarvistkerfa við stefnumótun og ákvarðanir um samgöngumannvirki, stóriðju, uppbyggingu í ferðaþjónustu og önnur umsvif sem áhrif hafa á umhverfi og landgæði.    Náttúruverndarsamtök Vestfjarða hvetja til þess að komið verði á virkri og víðtækri gagnasöfnun um náttúrufar, dýralíf, sjávarvistkerfi og gróður í samstarfi við rannsóknarstofnanir og fræðasetur á Vestfjörðum. Í þessu skyni verði veitt fé úr ríkissjóði til þess að stofna rannsóknastöðu í náttúru- og umhverfisfræðum. 

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða kalla eftir samstarfi við stjórnvöld um verndun náttúru, umhverfisfræðslu, friðlýsingu merktra og fagurra staða, verndun minja og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Gíslason

Var ég búinn að óska þér til hamingju með nýju samtökin? Ef ekki, þá geri ég það hér með. Glæsilegt framtak!

Stefán Gíslason, 8.4.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju, til hamingju, til hamingju! Þetta getur ekki orðið nema til góðs.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Til hamingju með nýju samtökin knús og kossar til ykkar.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 9.4.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:35

5 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Glæsilegt hjá þér frænka

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 25.4.2008 kl. 18:49

6 identicon

Frábært - til hamingju með þetta, vonandi eiga þessi samtök eftir að blómstra. Ég vil vera með!

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband