Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum

Margt og mikið hefur verið ritað í fjölmiðlum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og hef ég fáa hitt sem ekki hafa skoðun á málinu.  Fólk er með eða á móti, klárt og kvitt.   Mér finnst rússnesk olíuhreinsistöð á Vestfjörðum hljóma einhvern veginn ótraustvekjandi. Alla vega er hugmyndin langt frá því að vera aðlaðandi.

  

Ég rakst á grein um þetta undarlega mál eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur á heimasíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hún vekur í grein sinni athygli á að Ólafur Egilsson sem stenur á bak við fyrirtæki sem  heitir Íslenskur hátækniðnaður hafi fyrir nokkrum árum reynt að selja Íslendingum viðskiptahugmyndina olíuhreinsistöð en íslensk stjórnvöld, sópaðu hugmyndinni út af borðinu. Nú er Ólafur aftur kominn upp á dekk og nú er það ekki Skagafjörðurinn heldur Vestfirðir.  Ólög Guðný segir í greininni; "Fyrirtækið Íslenskur hátækniiðnaður ehf. var stofnað í aprílmánuði síðastliðnum eða um sama leyti og fréttir af mikilli undirbúningsvinnu fyrirtækisins komu í fjölmiðlum. Hlutverk fyrirtækisins er rekstur eignarhaldsfélaga. Fyrirtækið er ekki með virðisaukanúmer og margt bendir til að umsvifin og viðskiptin hafi ekki verið stórvægileg til þessa. ,,

Grein Ólafar er hér http://www.natturuverndarsamtok.is/news.asp?ID=517   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól elsku Bryndís mín og takk fyrir góðar samverur í gegnum árin. Jólaknús og kveðja til ykkar hjóna

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Vonandi fáið þið eitthvað annað í jólagjöf en oliuhreinsistöð - Gleðileg jól

Valgerður Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg Jól Öll.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 23:42

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ef þeir fá olíuhreinsistöð-þá kannski fá vestfirðingar vegakerfi sem virkar.

Halldór Sigurðsson, 30.12.2007 kl. 21:03

5 identicon

Já þetta er dálítið undarlegt mál, olíuhreinsunarstöð kom upp sem einhver kosningabomba fyrir nokkrum árum hér í Skagafirði en fór ekki á neitt flug. Spurning hvort einhverjar forsendur hafa breyst - en ég hef ekki mikla trú á þessu dæmi.

Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband