Óvirðing við pabbana

Mikil óvirðing er þetta við pabbana, að halda að þeir séu viljalausar skepnur sem eru settar í pössun meðan konurnar, væntanlega mömmurnar, fara og versla. Ef pabbarnir vilja ekki fara í búðir þá fara þeir einfaldlega ekki í búðir af því mömmurnar komast alveg aleinar í búðir. Þær keyra sjálfar og allt. Og skilja pabbana stundum eftir heima. Pabbarnir fara líka alveg aleinir í búðir og kaupa meira að segja í matinn. Þeir kaupa líka föt á sjálfa sig og börnin. Þeir þurfa ekkert að setja mömmuna í pössun á meðan. Svona er Ísland í dag. Ætli Hagkaup viti af þessu?
mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fyrirsögn er EKKI komin frá Haugkaup, heldur einungis fréttamanninum, Hagkaup er með þetta afdrepi fyrir alla ekki bara pabba.

Geiri.is (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Þá er þetta hin furðulegasta fyrirsögn hjá blaðamanni eða hjá Mogganum og ekki lýgur Mogginn. Ætli Mogginn viti af þessu.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Hvort sem fyrirsögnin er blaðamannsins eða Hagkaups er þetta mjög hallærislegt afþreyingarhorn. Við förum jú bara í búðir til að versla nú ef maðurinn nennir ekki í búð þá er hann bara heim eða öfugt.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 29.11.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Bíð eftir svona horni í Veiðimanninum eða Ellingsen

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:11

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Isss  Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir þessu.      Voða gott að hvíla lúin bein og hafa sjónvarp er bara plús.    Þið skiljið greinilega ekki hvað það getur tekið á að versla inn og sérstaklega ef ekki er samkomuleg um innkaupalistann.    

kveðja vestur

Marinó Már Marinósson, 1.12.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband