29.11.2007 | 18:15
Óvirðing við pabbana
Mikil óvirðing er þetta við pabbana, að halda að þeir séu viljalausar skepnur sem eru settar í pössun meðan konurnar, væntanlega mömmurnar, fara og versla. Ef pabbarnir vilja ekki fara í búðir þá fara þeir einfaldlega ekki í búðir af því mömmurnar komast alveg aleinar í búðir. Þær keyra sjálfar og allt. Og skilja pabbana stundum eftir heima. Pabbarnir fara líka alveg aleinir í búðir og kaupa meira að segja í matinn. Þeir kaupa líka föt á sjálfa sig og börnin. Þeir þurfa ekkert að setja mömmuna í pössun á meðan. Svona er Ísland í dag. Ætli Hagkaup viti af þessu?
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi fyrirsögn er EKKI komin frá Haugkaup, heldur einungis fréttamanninum, Hagkaup er með þetta afdrepi fyrir alla ekki bara pabba.
Geiri.is (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:32
Þá er þetta hin furðulegasta fyrirsögn hjá blaðamanni eða hjá Mogganum og ekki lýgur Mogginn. Ætli Mogginn viti af þessu.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:46
Hvort sem fyrirsögnin er blaðamannsins eða Hagkaups er þetta mjög hallærislegt afþreyingarhorn. Við förum jú bara í búðir til að versla nú ef maðurinn nennir ekki í búð þá er hann bara heim eða öfugt.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 29.11.2007 kl. 22:42
Bíð eftir svona horni í Veiðimanninum eða Ellingsen
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:11
Isss Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir þessu. Voða gott að hvíla lúin bein og hafa sjónvarp er bara plús. Þið skiljið greinilega ekki hvað það getur tekið á að versla inn og sérstaklega ef ekki er samkomuleg um innkaupalistann.
kveðja vestur
Marinó Már Marinósson, 1.12.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.