Komin heim frá Gambíu

Nú er ég komin heim frá Gambíu reynslunni ríkari. Ég setti inn nokkrar myndir sem ég tók ásamt upplýsingum um land og þjóð.  

Gambía er lítið þéttbýlt land í Vestur-Afríku þar sem íbúafjöldi er 1,3 milljónir á landssvæði sem er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland. Gambía er eitt af minnstu ríkjum Afríku. Landið liggur eins og ormur inn í Senegal en hefur örlitla strandlengju að Atlantshafi. Þessa skrýtnu lögun má rekja til nýlendutímans en Bretar réðu landsvæðinu meðfram ánni Gambíu, sem landið er kennt við, en Frakkar náðu hins vegar valdi yfir Senegal.   Höfuðborg Gambíu heitir Banjul og eru íbúar þar um 100 þúsund. Helstu trúarbrögð eru Islam (Sunni) og enska er opinbert tungumál þjóðarinnar, en jafnframt eru töluð tungumál sem kallast Mandinka, Fulani og Wolof. Gambía er eitt af allra fátækustu löndum heims. Sem dæmi má nefna eru þjóðartekjur á mann í Gambíu um það bil sjötíu sinnum lægri en á Íslandi.  

Fátækt fylgir jafnan slæmt heilsufar. Í Gambíu deyja að meðaltali 133 af hverjum þúsund börnum innan eins árs frá fæðingu en sambærileg tala fyrir Ísland er 6 af hverjum þúsund börnum. Um 20% íbúanna hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Aðeins þriðjungur þeirra kann að lesa og skrifa. Meðalævilengd Gambíumanna er einungis 45,6 ár en meðalævilengd Íslendinga er 79,1 ár.

Tilgangur ferðarinnar var að taka upp vinadeildarsamstarf milli Rauða kross deildanna á Vestfjörðum og deildarinnar í North Bank í Gambíu. Skrifað var undir samstarfssamning þar sem fram kemur að báðir aðilar miðla af þekkingu og reynslu sem kemur til með að efla sjálfboðastarf í báðum löndum.

gambia 052

gambia 063   gambia 099

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Velkomin heim

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Velkomin heim og takk fyrir þennan fróðleik. En hvað eru þau að gera með þessi ílát á myndinni, þau hljóta að vera að veiða ekki er þetta drykkjarvatnið þeirra!!!!!!!!!!  Bestu Kveðjur úr Kópavogi.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Ílátin eru fötur sem konurnar bera á höfðinu. Þær vaða út í sjó á móti bátunum og landa aflanum í þessum fötum, berandi á höfðinu. Það er ótrúlegt að sjá hvernig þær geta haldið jafnvægi þessar sterku Afríku konur. 

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Velkomin heim - varð hugsað til þín í hríðinni í Skagafirði 17.11. s.l.

Guðrún Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband