Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2007 | 23:46
Ekki fleiri byggðaáætlanir fyrir Vestfirði takk
Mikið hefur verið rætt og ritað um tillögur er lúta að styrkingu byggðar á Vestfjörðum sem sumir vilja einnig kalla endurreisn byggðar. Þeir sem bent hafa á fólksflótta og fækkun starfa eru oft úthrópaðir sem niðurrifsöfl sem sverta ímynd Vestfjarða og fæla fólk frá þvi að flytjast til staðarins. Ja mikill er máttur þeirra ef satt væri. Staðreyndirnar tala samt sínu máli, fólki hefur fækkað og störf hafa færst burtu úr fjórðungnum. Sífellt er verið að skipa nefndir sem eiga að koma með tillögur til úrbóta en ekkert bólar á aðgerðum. Þegar byggðaáætlun var gerð árið 2002 fyrir landið allt tóku sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum sig saman og gerðu sína eigin byggðaáætlun. byggðaáætlun 2002 Þegar fimm ár voru liðin og ekkert hafði bólað á aðgerðum sem voru byggðar á þessari áætlun var haldinn stór borgarafundur á Ísafirði í mars þar sem íbúar létu í sér heyra varðandi aðgerðarleysið. Þá var skipuð ein önnur nefndin sem átti að búa til áætlun um aðgerðir og viti menn! skýrsla 2007// Sú áætlun er bara nokkuð lík hinni fyrri sem er orðin fimm ára gömul nema nú var komin olíuhreinsunarstöð inn í áætlunina, rússnesk í aðra ættina, kannski sú sama og átti að redda Skagfirðingum hérna um árið, já og sami maðurinn kominn aftur á kreik með þessa dæmalausu stöð sem skapar 500 störf. Sumir spyrja hvort þessi olíuhreinsunarstöð eigi að bjarga þingmönnum og ráðherrum í slæmum málum líkt og gerðist þarna í Skagafirðinum, hver veit? Þetta gæti verið bragð til að beina umræðunni frá slæmum vegum og burtseldum aflaheimildum frá Vestfjörðum fram yfir kosningar. Sjáum til!
Ég hvet fólk til að lesa grein eftir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ Sigurð Pétursson hér 8 Í henni segir ansi margt um allar þessar áætlanir sem gerðar hafa verið til að styrkja byggð á Vestfjörðum. Eigum við Íslendingar ekki slá til í vor og skipta um ríkisstjórn? Við eigum það skilið.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 13:16
Hvað er málið með Jón Baldvin?
Ég var að lesa viðtal við Jón Baldvin í Blaðinu um helgina. Eftir lesturinn sagði ég við sjálfa mig; "hvað er málið með hann Jón Baldvin?" Af hverju eru fjölmiðlar sífellt að flytja fréttir af því að maðurinn sé húsnæðislaus í pólitík. Hann telur upp stefnumál Samfylkingarinnar í fyrsta, öðru og þriðja lagi og lýsir velferðarsamfélaginu eins og það mun líta út þegar Samfylkingin er komin í ríkisstjórn og búin að færa það inn í þann skandinavíska ramma sem sátt ríkir um á Íslandi. Í lok viðtalsins lýsir hann hvernig óskaríkisstjórn hans lítur úr eftir kosningar og þar lýsir hann einmitt stefnumálum Samfylkingarinnar þegar hann segir;
Ég vil fá ríkisstjórn sem segir þjóðinni satt um stöðu mála. Ríkisstjórn sem leggur fyrir þjóðina skilgreind markmið um að ganga í Evrópusambandið, gefur henni réttar og haldgóðar upplýsingar um hverjir eru kostir þess og gallar og gefur henni tíma til að átta sig á því, hvað muni breytast við inngöngu. Ég vil fá ríkisstjórn sem endurskoðar frá grunni forsendur okursamfélagsins og hið ríkisrekna landbúnaðarkerfi. Þetta er best gert í tengslum við inngöngu í Evrópusambandið. Ég vil ríkisstjórn sem stendur fast á grundvallarsjónarmiðum jafnaðarmanna hvað varðar velferðarríkið. Það hefur orðið svo mikil skekkja að fólk er í sumum tilvikum orðið fórnarlömb kerfisins, sem átti að þjóna því. Það þarf að gera grundvallarumbætur á okkar þjóðfélagi. Þær eru svo róttækar og umfangsmiklar að það mun taka tvö kjörtímabil í framkvæmd. Hverjum treysta kjósendur til slíkra stórræða? Þetta er að lokum spurning um traust
Þá höfum við það, Hvað er þá málið?
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 23:47
Þrjár sterkar konur
Helle Thorning-Schmidt formaður danska jafnaðarmannaflokksins og Mona Sahlin formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, voru hér á Íslandi um síðustu helgi en þær voru báðar heiðursgestir á kraftmiklum landsfundi Samfylkingarinnar. Það var glæsilegt að sjá þessar tvær konur ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar á sviðinu í Egilshöll. Þessar þrjár sterku konur eiga örugglega eftir að hafa áhrif á hagi fólks á norðurlöndum þegar þær komast í ríkisstjórnir í sínum löndum og vera til eftirbreytni fyrir komandi kynslóðir. Þær ræddu m.a. um það hvernig hægri flokkar reyna aftur og aftur rétt fyrir kosningar að breyta áherslum sínum og læða lymskulega inn í stefnuskrár sínar velferðarmálum jafnaðarmanna án þess að athafnir fylgi orðum. Þetta er einmitt sá leikur sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru að leika þessa dagana. O, svei !!
Mona Sahlin, Ingibjörg Sólrún og Helle Thorning-Schmidt á landsfundi Samfylkingarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 20:37
Byrjuð að blogga
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)