14.4.2009 | 10:15
Samfylkingin birtir lista yfir styrktaraðila flokksins
Það var mikið þarfaþing og í raun réttlætismál að afnema þann trúnað sem ríkt hefur við styrktaraðila stjórnmálaflokka á Íslandi. Ísland fer þá loks að mjakast í þá átt að kallast alvöru lýðræðisríki.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi með blaðamönnum þar sem efnahagsstefna flokksins var kynnt, að hún muni beita sér fyrir því að í þeim tilfellum þar sem trúnaður hafi ríkt um fjárstyrki til flokksins þá verði honum aflétt svo flokkurinn geti birt lista yfir styrktaraðila. Hún tók fram að fréttir síðustu daga af ristastyrkjum til eins stjórnmálaflokks sýni hve áratuga baráttan hennar fyrir opnu og gegnsæju bókhaldi stjórnmálaflokka hafi verið.
Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.