9.4.2009 | 09:43
Þeir mundu ekki kalla þetta styrk suður í Ítalíu
Getur ekki verið að það þurfi lögreglurannsókn á þessu máli? Hvað segja hluthafar við svona gjörningi. Þarf ekki Guðlaugur Þór að draga framboð sitt til baka, eða kannski fleiri frambjóðendur? Voru eigendur Landsbankans að launa fyrri söluna á sínum tíma. Átti ekki Baugsliðið að vera í vinfengi við einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn? Getur stjórnmálaflokkur starfað óháð eftir að hafa þegið svona upphæðir úr höndum auðjöfra? Miðað við íslenska höfðatölu kallast það varla styrkur að þiggja 55 milljónir frá auðjöfrum. Það kallast eitthvað annað. Ætli Mr. Brown og Mr. Darling og eigendur Icesafe reikninganna séu búnir að frétta af þessu?
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilega páska kæra Bryndís - sjáumst í baráttunni
Bestu kveðjur til allra þinna.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.