Samfylkingin og VG byggja velferðarbrú

Jóhanna Sigurðar lofaði þegar hún tók við sem forsætisráðherra að ríkisstjórnin mundi vinna hratt og örugglega.  Samfylkingin og VG hafa verið með ermarnar uppbrettar allt frá því þau hófu að byggja upp eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokks sem endaði með þjóðargjaldþroti. Jóhanna og félagar eru rétt að byrja á uppbyggingastarfinu sem ómögulegt var að vinna með Sjálfstæðisflokknum því þar á bæ var afneitunin slík að það minnti á nautnasegg sem hefur étið yfir sig. Mikilvægast í uppbyggingastarfinu var að skipa ópólitíska viðskipta- og dómsmálaráðherra sem ekki eru flæktir í hagsmunanet auðvaldsins. Einnig var það mikil djörfung að ná í  seðlabankastjóra út fyrir landsteinanna svo ekki sé nú talað um ráðningu Evu Joy. Þessu fólki öllu treysti ég til að vinna okkur út úr vandanum. 
mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband