17.6.2008 | 20:31
Hvar hefur Geir eiginlega verið öll þessi ár?
Það var einkennilegt að heyra Geir Haarde forsætisráðherra segja í ávarpi til þjóðarinnar á Austurvelli að ríkisstjórnin hefði á síðasta ári tekið við góðu búi. Hvar hefur maðurinn eiginlega verið síðastliðin ár? Þeir settu efnahagslíf Íslendinga upp á rönd, hann og Framsóknarflokkurinn, hleyptu af stað 90 prósent húsnæðislánum á sama tíma og Kárahnjúkadæmið var á fullum dampi. Ofhitnunin í okkar litla hagkerfi var þvílík að það getur tekið mörg ár enn að jafna sig. Stjórnarandstaðan sem stóð vaktina á þeim tíma sagði einmitt að afleiðingarnar gætu komið harkalega niður á launafólki. Ingibjörg Sólrún kallaði þetta efnahagsóstjórn og sagði að það gæti tekið fleiri en eitt kjörtímabil að kæla niður hagkerfið og ná stöðugleikanum á ný. Við erum einmitt að súpa seyðið af efnahagsóstjórn síðustu ríkisstjórnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem reyndar voru við völd í 12 ár. Átti Geir ekki að vera þar á meðal, meira að setja um tíma á vaktinni sem fjármálaráðherra?
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og Solla Solla Solla!
Það mætti halda að hún væri ein í ríkisstjórn!
Djöf. er ég orðin leið á (aðallega) köllum sem hnýta stanslaust í hana og sjá ekkert út fyrir eigin hnúta!
Þetta eru svona taugaveiklaðir karlar sem hrópa mamma mamma eða á konuna sína til að hugga sig - ekki fara núna!
Annars bara allt gott hérna!
Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:55
Já það eru ótrulega margir sem gera kröfu til hennar Sollu enda má alveg gera það, þetta er klár kona og á eftir að gera góða hluti í þessari ríkisstjórn. Hún er sko enginn Framsóknarflokkur.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 18.6.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.