25.4.2008 | 22:09
Hagsmunapot eða öfund í Bolungarvík
Það er ekki heil brú í málflutningi Önnu Guðrúnar Edvrdsdóttur í Bolungarvík. Eiga bæjarbúar að trúa því að ástæðan fyrir meirihlutaslitum sé sú að það fari ekki saman að bæjarfulltrúar séu að vasast í atvinnurekstri og sinna störfum bæjarstjórnar? Ja, þá er aldeilis Bleik brugðið. Í Bolungarvík, af öllum bæjum á Íslandi ! Ég veit ekki betur en að bæjarfulltrúar þar í bæ hafi í gegn um tíðina verið í atvinnurekstri og það umsvifamiklum, án þess að það truflaði störf bæjarstjórnar. Nei, hún Anna Guðrún Edvarðsdóttir sem klauf sig út úr Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og skuldar bæjarbúum skýringu. Af hverju getur hún unnið nú með því fólki sem var óalandi og óferjandi fyrir síðustu kosningar? Hún gat ekki hugsað sér þá að vinna með Elíasi Jónatanssyni sem hún nú hefur gert að bæjarstjóra. Er heil brú í þessu, ég bara spyr? Sumir segja að hjarðhugsun ein ráði ávallt för í Sjálfstæðisflokknum og villuráfandi sauðir rati alltaf að lokum að jötunni aftur.
Þetta er óréttlátt gagnvart Bolvíkingum, já og nágrannasveitarfélögunum líka. Grímur kom ferskur inn sem bæjarstjóri fyrir tveimur árum, það gustaði af honum, hann kom með ferskan blæ inn í bæinn, nýjar hugmyndir, taldi kjark í fólk á erfiðum tímum, gerði kröfur til stjórnvalda og hvatti fólk til að sækja sinn rétt. Grímur Atlason og Soffía Vagnsdóttir gerðu kröfu um alvöru jarðgöng alla leið meðan liðið hennar Önnu Edvards þakkaði kurteislega fyrir að Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra ætlaði að bora aðeins hálf göng
Hvaða hagsmunir lágu að baki þessari ákvörðun? Eða var öfund látin ráða för? Svona spurningar vakna þegar ekki er heil brú í þeim skýringum sem gefnar eru sem ásæða fyrir að hafna Grími Atlasyni sem bæjarstjóra og Soffíu Vagnsdóttur athafnakonu í Bolungarvík.
Ég tók þessa mynd af heimasíðu Bolungarvíkur. bolungarvik.is
Athugasemdir
Já, Bryndís - þetta mál er allt með ólíkindum, og ekki heil brú í málflutningi klofningsliðsins. Það verður bara að segjast eins og er.
Svo liggja í loftinu órökstuddar ásakanir í garð Soffíu Vagnsdóttur um óheiðarleika og trúnaðarbrest - eitthvað óhreint í pokahorninu sem eigi eftir að koma í ljós. Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur. Á meðan ekki eru færð sannindi eða rök fyrir svona fullyrðingum þá eru þær ekkert annað en dylgur.
Það virðist vera orðin einhver lenska hérna fyrir vestan að fólk geti sagt nánast hvað sem er um hvern sem er á opinberum vettvangi án þess að standa fyrir máli sínu.
Þetta er leiðinlegur bragur á umræðu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 22:43
Það er rétt Ólína að það er lenska hér fyrir vestan að fólk geti nánast sagt hvað sem er um hvern sem er.
Klofningslið er ekki til í Bolungarvík og óskaplega leiðinlegt þegar svo góðar og gegnar konur sem þið báðar tvær eru að setja slíkt fram. A listi er skipaður fólki úr öllu flokkum sem og óflokksbundnum líkt og K listinn og Í listinn á Ísafirði sem reyndar skarta ekki sjálfstæðismönnum ef ég man rétt.
Kornið sem fyllti mælinn er skyndilega aðalmálið en enginn hefur áhuga að heyra um þau sem áður voru kominn.
Hvað liggur í loftinu er ekki á okkar ábyrgð, hver og einn túlkar það eftir sínum hætti og innræti.
Haldið ró ykkar kæru konur, við A lista fólk munum senda frá okkur tilkynningu þegar friður kemist á og menn ná áttum.
Kær kveðja
p.s.hvað er þetta eiginlega með dramað í Samfó? Konu grétu fögrum tárum yfir brotthvarfi Dags og nú gráta þær Grím. Er ég að missa af einhverju?:==)
Katrín, 26.4.2008 kl. 01:05
Þarna er ég sammála þér kæra Bryndís. Ég hlakka mikið til að heyra um alla hræðilegu hnökrana í samstarfi listanna og allt það sem varð til þess að mælirinn fylltist hjá klofningslausa A-listanum. Mikið hlýtur að hafa gengið á og vona ég að við fáum skýringar fyrr en síðar. Mér er nefnilega farið að leiðast þófið. Ólíkt henni Kötu finnst mér einmitt að nú verði A-listinn að skýra mál sitt. Strax. Ekki þegar um hægist. Það mun auðvitað líta illa út að A-listafólk þurfi svona fjarskalega langan tíma til að sjóða saman sakaskrá Sossu.
Og ég græt Grím, ekki vegna þess að ég sé samfylkingarkona (sem ég hef aldrei verið) heldur bara af því að mér finnst hann svo gasalega SÆTUR!!!
(Ég græt Sossu líka og þær þungu ásakanir sem á hana hafa verið bornar.... sem hlýtur að þýða að ég sé líka skotin í..... nei, hættiði nú alveg!)
En hefur þú eitthvað heyrt að það sé að fækka í röðum A-listans?
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 01:20
Kata, þú segir að "enginn hafi áhuga á að vita um þau mál sem áður voru komin". Það er ekki sæmandi nokkurri manneskju að láta eitthvað í veðri vaka, þú vitir að hún hafi unnið til saka. Þetta kallast rógburður. Þið verðið að segja um hvað ágreiningurinn snýst. Þar til eruð þið sökudólgurinn í málinu.
Kata við létum líka í ljós vonbrigði þegar Ingibjörg Sólrún var hrakin úr borgarstjórastólnum svo þetta snýst ekkert um kynferði, hvernig dettur þér slíkt í hug kona góð????
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 26.4.2008 kl. 09:32
Hvers vegna dettur ykkur í hug að Soffía hafi unnið sér eitthvað til saka??
Kraumandi óánægja og trúnaðarbrestur, hvernig er hægt að skilja það sem ásökun um eitthvað saknæmt??
Hvers vegna er sá sem slítur samstarfi talinn til sökudólga??
Stelpur mínar, nú eru þið að fara alvarlega yfir strikið og gætið nú þess að sverðið sem þið hafið dregið úr slíðri ykkar hitti nú ekki fyrir einhvern annan en okkur A lista fólk. Margur saklaus maðurinn hefur látist í orrustu.
Op med humöret ,svona er pólitíkin það vitið þið, það sem er í dag er ekki á morgun eða eins og Guðný Hrund sagði:Shit happens
Góðar stundir
Katrín, 26.4.2008 kl. 10:19
Gott til íhugunar á köldum laugardagsmorgni:
,Lýðræðið þarf á rökræðu að halda og samsæriskenningar, vaðall og tilraunir til múgæsinga eru ekki leiðin til að byggja upp lýðræðislega stjórnarhætti og viðhalda þeim." (Atli Harðason)
Katrín, 26.4.2008 kl. 10:21
"Kornið sem fyllti mælinn er skyndilega aðalmálið en enginn hefur áhuga að heyra um þau sem áður voru kominn. " Nei stopp nú er þetta ekki komið nóg, við höfum nefnilega öll áhuga á að vita um hvað málið snýst og höfum verið að kalla eftir því en ekki fengið nein svör. Af hverju að bíða þangað til hægist um í staðinn fyrir bara að koma hreint fram og skýra mál sitt? Og svo er ég líka mjög forvitin að vita hver þessi hópur fólks er sem stendur á bak við Önnu því mér skilst að einhverjir af framboðslista A flokksins séu búnir að segja sig úr flokknum. Ég hef heldur aldrei verið í samfylkingunni og get varla talist dramadrottning mikil en ég græt það þegar svona illa er komið fram við góða einstaklinga.
Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 16:34
Er búin að vera að lesa allt yfir - ég held að ég sé búin að fatta! Það er olíuhreinsistöðin sem er að kljúfa Bolungarvík.
Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 19:18
Já Jóna, auðvitað spilar olíuhreinsistöðin stórt hlutverk í þessu máli en það er sjálfsagt ekki nógu smart að gefa það upp sem ástæðu. Reyndar sagði Anna Eðvards í viðtali við bb.is " ég var ekki sátt við framgöngu hans í Kompásþættinum". Þarf hún að vera eitthvað sérstaklega sátt við það sem hann sagði í þættinum um olíuhreinsistöð?
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 26.4.2008 kl. 20:37
Ætlarðu að segja mér að þessi Anna vilji setja olíuhreinsistöð í paradísina fyrir vestan? Er henni illa við Vestfirði? Hvar get ég lesið mér til um þetta mál?
Séð úr fjarlægð eru þessi Bolungarvíkurmál gjörsamlega óskiljanleg.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:32
Lára, þessi kona er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og leit þannig á að Grímur Atlason væri að setja út á hennar störf með því að tjá sig í Kompás um að honum hugnaðist ekki þessi olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Konan rukkar Grím um pólitíska rétthugsun. Ekki skrítið að hún ratar aftur í sinn gamla sjálfstæðisflokk. Sorglegt, því Grímur steig út úr rammanum, kom Bolungarvík á kortið, taldi kjark í fólk, gerði kröfur fyrir hönd sveitarfélagsins og hreinlega kom Bolungarvík upp úr hjólförunum ásamt Soffíu Vagnsdóttur. Nú er Bolungarvík komin aftur í íhaldsfaðminn og föst í sömu gömlu hjólförunum.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:27
Bryndís mín, takk fyrir kveðjuna og vertu velkomin að ganga með okkur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 01:12
Kem svolítið seint inn í þessa umræðu var ekki í tölvusambandi, en það er góð grein sem birtist í Morgunblaðinu 30 apríl eftir Pálma Gestsson sú grein skýrir margt sem gerðist í aðdraganda kosninga held að allir hafi gott af því að lesa hana þó sérstaklega A lista fólk.
Bestu kveðjur vestur.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.