Lára Hanna lætur myndirnar tala

Lára Hanna Einarsdóttir vinkona mín vekur athygli okkar á náttúrufegurð á Vestfjörðum. Hún er ein af fjölmörgum sem kemur reglulega vestur og nýtur fegurðarinnar með okkur heimamönnum,  enda er hún einstök, fegurðin og hún Lára Hanna reyndar líka.  Olíuhreinsistöð af rússneskum ættum er óhugsandi á þessum stað.

Ég setti bloggið hennar Láru Hönnu hér inn eins og það leggur sig. Sjáið ! 

Látum myndirnar tala

Myndir segja meira en mörg orð og hér fyrir neðan eru myndir af sunnanverðum Arnarfirði annars vegar og olíuhreinsistöðvum víða um heim hins vegar. Myndirnar fann ég með því að gúgla orðin "oil refinery".

Talað hefur verið um að reisa olíuhreinsistöðina í Hvestudal sem er annar dalur frá Bíldudal. Ég var þarna á ferð í fyrrasumar, keyrði út alla Ketildalina (samheiti yfir dalina í sunnanverðum Arnarfirði) og út í Selárdal sem er ysti dalurinn. Selárdalur er þekktur fyrir listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað, og Gísla á Uppsölum sem Ómar Ragnarsson kynnti fyrir þjóðinni endur fyrir löngu í einni af Stiklunum sínum. Ef olíuhreinsistöð yrði reist við Hvestu yrðu ferðalangar að keyra fram hjá henni til að komast í Selárdal. Hún myndi einnig blasa við frá Hrafnseyri, handan fjarðarins, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju Íslendinga.

Arnarfjörður er með fallegri fjörðum landsins, jarðfræðileg perla og löngum hefur verið talað um fjöllin þar sem vestfirsku Alpana. Þau eru ekkert tiltakanlega há, um 550-700 m, en því fegurri eru þau og hver dalurinn á fætur öðrum skerst eins og skál inn í landslagið út fjörðinn. Við dalsmynnin er falleg, ljós sandfjara og fuglalíf blómstrar hvarvetna.

En látum myndirnar tala. Reynið að ímynda ykkur landslagið með olíuhreinsunarstöð, olíutönkum og olíuskipum siglandi inn og út fjörðinn. Ég get ekki með nokkru móti séð fyrir mér slíkan óskapnað í þessum undursamlega fjallasal - og reyndar hvergi á okkar fagra landi. En sjón er sögu ríkari, dæmi nú hver fyrir sig.

Arnarfjörður-1

Arnarfjörður-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arnarfjörður-4

Arnarfjörður-3

 

 

 

 

 

 

 



Arnarfjörður-6-Hvesta

Arnarfjörður-7

 

 

 

 

 

 

 

 

Hampshire UK

Óþekkt staðsetning

 

 

 

 

 

 

 

Qatar

Indiana, USA

 

 

 

 

 

 

 

 




Kalifornía

Kanada

 

 

 

 

 

 

 




Kanada

Venezuela

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Stundum kviknar í olíuhreinsistöðvunum...

England Oklahoma_USA
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta sú framtíðarsýn sem Vestfirðingar og aðrir landsmenn vilja Íslandi til handa? Því trúi ég aldrei. Látið þetta ganga til annarra, sendið í tölvupósti til vina og vandamanna, vekið athygli á málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Það er ótrúlega auðvelt fyrir fólk sem ekki býr í þessu samfélagi að ákveða sig.  

Ég get ekki ákveðið mig og spyr marga spurninga. Mun þetta verða til þess að samfélagið okkar muni blómstra? Mun þetta verða til þess að samfélagið okkar muni deyja út? Er það ekki hvort sem er að deyja út?  -Þetta er erfitt..

Mér finnst rosalega auðvelt að vera á móti álveri á Húsavík.  Mér finnst Húsavík rosalega flott og færeyjaleg og vil alls ekki fá álver þar.  -Auðvelt  

Gló Magnaða, 20.2.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Já veistu, eftir að hafa horft á þessa vestfirsku "fegurð" er ég bara hlynntur olíuhreinsunarstöð til að viðhalda og efla byggðina.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband