Óvitar á Akureyri

Það er sko ekkert grín að eiga drykkfelldan föður sem lemur mömmuna og það er heldur ekkert grín að eiga pabba sem er alltaf úti að vinna og kemur sjaldan heim og í þokkabót á maður enga vini. Þá getur verið ágætt að strjúka að heiman og fela sig heima hjá vini sínum þó ekki væri nema fyrir það að kanna væntumþykju foreldranna. Stóru strákarnir Finnur og Gummi eiga ekki sjö dagana sæla en allt fer vel að lokum eins og í flestum góðum leikritum. Krakkarnir í Óvitum fæðast stórir og minnka svo með aldrinum. Fötin eru keypt allt of lítil á krakkana svo þeir vaxi ekki strax niður úr þeim. Þetta frábæra leikrit Óvitar hefur verið sýnt fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar síðan 15. september. Ég bauð Ísabellu 12 ára dóttur minni í leikhús á Akureyri á laugardaginn og Ísabella systir mín bauð Herði Mána dóttursyni sínum með. Það var eiginlega stóra systir mín sem átti hugmyndina, hún gaf Herði leikhúsferð í afmælisgjöf og lokkaði okkur með. Þó að leiðin sé löng frá Ísafirði til Akureyrar þá er það vel þess virði að ferðast nokkur hundruð kílómetra til að komast á Óvitana hennar Guðrúnar Helgadóttur. Ég sá þá fyrir mörgum árum í Reykjavík og þessir Óvitar gefa þeim ekkert eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband