11.10.2007 | 22:01
Ótrúleg orka í Orkuveitu Reykjavíkur
Undarleg eru þessi mál með Orkuveitu Reykjavíkur. Í gær var orka sem kemur frá þessu fyrirtæki notuð til að tendra á friðarsúlu sem tileinkuð er John Lennon og á að minna okkur á að það er hægt að hugsa sér frið í heiminum. Daginn eftitr veldur þessi sama orka þvílíkum ófriði að hún sprengir meirihlutann í Reykjavíkurborg. Annars er stórmerkilegt að fylgjast með farsanum í kringum þessi Orkuveitumál. Þetta byrjaði nefnilega ekki í síðustu viku með ólöglega boðuðum fundi. Nei, Sjálfstæðismenn hafa dundað sér við þetta í rólegheitunum bak við tjöldin með stuðningi Framsóknarflokksins. Er fólk nokkuð búið að gleyma fréttum af Guðlaugi Þór í útrás í Kína, Indónesíu og Afríku sem stjórnarformaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta var allt gert í friði og spekt og enginn mótmæli bárust úr ráðhúsinu enda var þáverandi iðnaðarráðherra á þeirra bandi. En nú eru aðrir tímar og aðrir ráðherrar. Það skildi þó ekki vera að allur þessi hraði á málunum núna sé einmitt vegna þess að nýr iðnaðarráðherra vinnur að því að setja ný lög um orkuveitur í landinu?
Athugasemdir
Já þetta var harla gott loksins gerðist eitthvað.Við(borgarbúar)verðum að vera VAKANDIyfir því að bingi verði ekki yfir eignum eða fjármunum borgarinnar okkar Hann er jú alin upp hjá F.I og H.Á skki satt. kveðja að sunnan. Er nú sem stendur í góðum félagskap .ha ha ha .
isabellaf (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:22
Þetta var nú alveg ágætt á þá að naga sig svona innanfrá!En það sem ég er að hugsa um núna er, er óhætt að hafa Björn Inga í samfloti ég myndi ekki treysta honum fyrir 1 krónu! en við samfylkingarfólk getum verið ánægð með nýjan borgastjóra!
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:17
Rétt hjá þér Ingigerður. Framsókn er stærsta atvinnumiðlun í heimi og snýst um embættisveitingar. Málefnin fara eftir því í hvernig félagsskap þeir eru á hverjum tíma og hvort klukkan segi þeim að nú sé korter í kosningar. Núna eru þeir í hollum félagsskap og fá auk þess ekki að snerta Orkuveituna, ekki einu sinni með priki. Svandís sér um það. Nú er komin góður Dagur og veður til að skapa.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.