Alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ísafirði

Ég fór í bíó í gær. Ég ætla líka að fara í bíó í kvöld. Ég fór reyndar líka í bíó fyrir ári síðan. Það er ekkert fréttnæmt við þessar bíóferðir mínar nema fyrir það að á Ísafirði er haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð. Frábært framtak hjá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni. Sjálfboðaliðar í Rótum hafa gert okkur kleift að sitja í bíó í þrjá daga og njóta þess að horfa á úrval af góðum bíómyndum.  Þetta er annað árið í röð sem félagið stendur að alþjóðlegri kvikmyndahátíð og vona ég svo sannarlega að þessi viðburður sé að festast í sessi hér á Ísafirði. Takk fyrir mig. Áfram Rætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Flott, kvikmyndahatidir aettu ad vera um allt land hja biothjodinni! Thad vantar islensku stafina - er stodd i Leeds, en aetla ekki i bio. Nema natturlega Saudarkroksbio thegar eg kem heim!

Guðrún Helgadóttir, 7.10.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.