Fjölmenningarsetur og engar snittur?

Þær eru aldeilis að skora stelpurnar í Fjölmenningarsetri. Þeim hefur heldur betur tekist að sanna sig, búnar að raka til sín peningum og geta því farið að fjölga störfum á Vestfjörðum. Ætli störfin séu ekki orðin fimm eða fleiri þarna hjá þeim? Húrra! Þeim hefur tekist að sanna það rækilega að það er í góðu lagi og vel framkvæmanlegt að setja niður nýjar opinberar stofnanir langt, langt í burtu frá höfuðborgarsvæðinu og þjóna landsmönnum vítt og breytt um landið. Það var að vísu alveg óþarfi tengja þessa auknu fjárveitingu sem félagsmálaráðherra slakaði hingað til okkar á dögunum við, mótvægisaðgerð vegna niðurskurðar á þorskkvóta." Ég vil heldur nota um þessa aðgerð orðin  "og þó fyrr hefði verið".   Það var löngu kominn tími til að stækka þessa stofnun sem var skilgreind árið 2001 sem tilraunaverkefni með einni konu innanborðs, henni Elsu Arnardóttur.  Nú er tilrauninni lokið og tími til kominn að Fjölmenningarsetur verði skilgreint sem sjálfstæð stofnun á Ísafirði og fjárhagslegur grundvöllur hennar tryggður til frambúðar.  Til þess þarf að breyta löggjöf um starfsemina þannig að hún fái formlega það hlutverk að þjóna landinu öllu og samræma ýmsa þætti sem snúa að þjónustu við innflytjendur. 

Það hefði nú einhverjum þótt ástæða til að bjóða í snittur og kalla í fjölmiðla af öðru eins tilefni hér áður fyrr.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt hjá þér. Höfum nú venjulega skálað af minna tilefni.

Afhverju er ekki búið að skála núna ?

Verður örugglega skálað korter í næstu kosningar !

Guðrún (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með Fjölmenningarsetrið, það er frábært, þar er unnið faglegt og skemmtilegt starf,höfum notið góðs af því hér fyrir austan.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 08:05

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já þetta er enn ein sönnun þess að í samtímanum skiptir ekki mestu máli hvar maður er heldur hvað maður er að gera.

Guðrún Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband