Opið land Eiríks Bergmanns

Ég hvet fólk til að lesa bókina Opið land eftir Eirík Bergmann Einarsson forstöðumann Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst . http://eirikurbergmann.blog.is/blog/eirikurbergmann/      Við lestur bókarinnar kemst maður ekki hjá því að líta um öxl og rifja upp þá tíma þegar viðskiptahöft og innflutningsbann ríkti á Íslandi.  Það er ótrúlega stutt síðan einungis heildsalar máttu flytja inn sérstakar vörur eins og sælgæti eða bomsur eftir að hafa fengið innflutningsleyfið úr hendi stjórnvalda sem höfðu legið yfir umsókninni mánuðum saman til að ganga úr skugga um að viðkomandi vara skaðaði ekki innlenda framleiðslu. Nú getur fólk pantað sitt sælgæti og bomsur á netinu sitjandi inni í stofunni hjá sér.  Það var mikið gæfuspor fyrir Íslendinga þegar EES samningurinn var samþykktur árið 1994.  Engum dettur í hug í dag að efast um að samningurinn var mikið gæfuspor fyrir Íslendinga enda hafa samskipti við útlendinga frekar verið landanum til gæfu en bölvunar.  Það voru einkum frjálshyggjuöflin sem börðust lengst af gegn EES á sínum tíma, svo einkennilega sem það nú hljómar, sömu öfl og vilja í dag ekki ræða ESB, segja það ekki komið á dagskrá.  Það eru háskólarnir í landinu og aðilar í viðskiptalífinu ásamt almenningi sem halda umræðunni sem betur fer lifandi með opnum huga meðan frjálshyggjuvængur stjórnmálanna situr eftir eins og svo oft áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir þessa ábendingu!

Guðrún Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jæja Bryndís mín. Hvernig væri nú að þú færir að koma í kaffi til mín hingað til Bolungarvíkur við tækifæri? Svona fyrst þú getur ekki heimsótt mig lengur á Rúv? Varstu kannski ekki að heimsækja mig?? Bara Gunnu?

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 15:55

3 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Jú Ylfa mín, ég er að koma til þín fljótlega. Þú býður mér kannski upp á sultutau þegar ég kem? Við getum líka farið saman í berjamó með börn, tengdabörn og barnabörn.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Þetta hljómar eins og skyldulesning fyrir evrópusinna

Arna Lára Jónsdóttir, 24.8.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.