Áfram Grímur

Grímur Atlason bæjarstjóri i Bolungarvík er stöðugt á vaktinni, alltaf iðinn við kolann kappinn sá. Hann er bókstaflega alltaf í vinnunni.  Heppnir Bolvíkingar að fá hann Grím.  Nú er hann að blogga um olíuhreinsistöð grimur/og kallar hana réttu nafni stóriðju, ekki hátækniiðnað eins og sumir vilja kalla þetta fyrirbæri.   Hann telur upp margar góðar hugmyndir sem gætu orðið að veruleika á mjög skömmum tíma.  Annars er einkar furðuleg umræða í gangi varðandi þessa olíuhreinsistöð sem einkennist af því að menn sem hafa efasemdir um að þessi stóriðja eigi heima á Vestfjörðum eru rukkaðir í snatri um það sem þeir vilja fá í staðinn.  Ef þú vilt ekki olíuhreinsistöð hvað viltu þá í staðinn?  Þetta minnir dálítið á þá sem hlaupa sífellt í vörn fyrir kvótakerfið í sjávarútvegi; Ef þú vilt breyta kvótakerfinu þá verður þú að segja hvað þú vilt í staðinn og helst útfæra það í tæknilegum smáatriðum.  Einn bæjarstjóri á Vestfjörðum sem er nágranni Gríms hefur t.d. ítrekað sent náttúruverndarsinnum tóninn og óskað eftir tillögum frá þeim um stórátak í atvinnumálum.  Ef þeir hefðu fengið til ráðstöfunar sömu fjárupphæð og fór í að byggja upp stóriðju á Austurlandi þá væru þeir ekki lengi að skapa mörg hundruð störf á Vestfjörðum.  Hvernig væri að veita verðlaunafé þeim sem finnur út hverjir standa á bakvið olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, hverjir eru bakhjarlar, fjármögnunaraðilar og yfir höfuð hverjir eigi að semja um hvað við hvern. Mér datt þetta í hug þegar ég las umfjöllun um stöðina á eyjan.is  /eyjan.is/  Annars finnst mér best að segja það sem ég segi oft í símann við sölufólk, nei takk, hef ekki áhuga.  Og snúa sér svo að því sem skiptir raunverulega máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er alveg rétt hjá þér. Við erum ljónheppin að hafa Grím. Vissir þú til dæmis að þegar Bakkavík sagði sínu fólki upp þá réði Grímur það í vinnu til að ganga frá alls konar hlutum sem rekið hafa á reiðanum í Bolungarvík?

Í stað þess að bjóða þessu fólki upp á atvinnuleysi og bætur bauð það honum vinnu!

Mér finnst það frábært framtak!! Svona eiga bæjarstjórar að vera.

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:35

2 identicon

Já, áhugavert að sjá hvað þessi "eitthvað annað" umræða hefur færst vestur.  Kannski "þeir" hafi lært eitthvað að austan og setji nú peninga í að finna þetta eitthvað í stað "stóriðjunnar" ...  

alla (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:09

3 identicon

Já, hérna mín. Eru Vestfirðingar ennþá (sumir hverjir) með þessa þvælu um oliuhreinsistöð? Svæði er gjörsamlega og algjörlega óviðeigandi fyrir svona, bæði að náttúran er svo viðkvæm og hafið svo stormasamt! Þaraðauki er miklu heppilegara að hafa oliustöð þar sem olian er eða þá þar sem neytendur eru... Gott hjá þér Bryndis að reyna að koma vit fyrir fólkið!! Kveðja frá Finnlandi, hér hefur verið rigningasumarið mikla. Nema nú sé að koma hitabylgja, segja spámenn. 

Tapio (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband