12.7.2007 | 21:21
Ég var klukkuð
Á blogginu er klukkleikur í gangi og lenti ég í því að vera klukkuð af góðri vinkonu og vinnufélaga .Linda Ég tek því og læt keflið ganga.
1. Ég lít á það sem forréttindi að fá að búa á Ísafirði
2. Fiskur er sá matur sem ég vildi helst ekki vera án
3. Mér finnst gott að hlusta alein á gufuna á sunnudagsmorgnum
4. Ég játa, ég er bollafíkill og kaupi mér alltaf einn ef mé líst vel á hann, bara einn af hverri sort.
5. Blóm dafna vel á heimilinu, ég get fengið ótrúlegustu blóm til að vaxa í glugganum hjá mér.
6. Ég er alveg vonlaus í að muna brandara ef ég er beðin um að segja einn. Man alltaf þann sama
7. Ég reyni að hafa alltaf pláss í hreiðrinu fyrir börn og barnabörn
8. Ég er eiginlega alltaf í góðu skapi, enda er lífið dásamlegt
9. Ég horfi sjaldan á bíómyndir og þekki því fáar kvikmyndastjörnur
10. Mér líður vel í Samfylkingunni enda snýst þetta allt saman um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð
Ég klukka Örnu Láru, Ylfu Mist, Tolla og Albertínu sem eiga að telja upp 10 staðreyndir um sig eins og ég gerði.
Athugasemdir
Elsku Bryndís mín. það er BÚIÐ að klukka mig!!!
Takk samt ;o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.7.2007 kl. 23:05
Takk fyrir að svara Bryndís mín enda er bara í góðu lagi að leika sér stundum og hafa gaman að lífinu, ekki satt ?
Tek undir lið 3,6 og 8
knús, knús
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:43
Skemmtilegur leikur - en hvað finnst þér um þessa hugmynd um olíuhreinsistöð á svæðinu?
Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:21
Valgerður mín. Ég held að við ættum að halda okkur við stóriðjulausa Vestfirði. Olíuhreinsistöð á ekki heima á Vestfjörðum og reyndar ekki á Íslandi. Það ætti ekki að vera á valdi Vestfirðinga að taka ákvörðun um slíkt heldur þjóðarinnar allrar.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 18.7.2007 kl. 23:58
Skemmtilegur leikur Bryndís. Tek heilshugar undir 3, 6, 9 og 8 hjá mér og þá sérstaklega með að lífið er dásamlegt
Herdís Sigurjónsdóttir, 19.7.2007 kl. 20:43
Vitanlega á að halda sig við stóriðjulausa Vestfirði og olíuhreinsunarstöð er bara út í hött!
Ég held að Samfó líði líka mjög vel með þig innanborðs ...
alla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.