4.7.2007 | 12:15
Bæjarstjórinn á Ísafirði og fjölmiðlar
Það er alveg með ólíkindum hve bæjarstjóranum á Ísafirði gengur illa að stýra fjölmiðlum. Hann þarf sífellt að leiðrétta fréttir sem þeir flytja og einnig það sem eftir honum er haft. Meira að segja Mogginn er líka farinn að segja ósatt og þá er nú fokið í flest skjól hjá blessuðum bæjarstjóranum. Það fer að verða fullt starf hjá manninum að fylgjast með fréttaflutningi. Það væri kannski ráð hjá honum að fá sér vinnu á fjölmiðli svona í hjáverkum, hann gegnir ekki nema tveimur fullum stöðum nú þegar. Í Mogganum á sunnudaginn 1. júlí var haft eftir bæjarstjóranum að;
"Það verður að segjast eins og er að kvótauppbyggingin á Flateyri var að hluta til með sértækum aðgerðum stjórnvalda þar sem Kambur fékk úthlutað ákveðnum byggðakvóta í upphafi sem varð að eignarkvóta.
Þetta er auðvitað stór frétt enda hefur mikill ófriður ríkt um byggðakvótann og bæjarstjórinn hefur þurft að eyða miklum tíma í að stýra því hver fær úthlutað og hve miklu á hverju ári. Einhverra hluta vegna finnst bæjarstjóranum Hinrik Kristjánsson á Flateyri bera meiri ábyrgð en aðrir þegar hann selur allt og gengur burt með einhver hundruð af milljónum og eftir standa íbúar með vandann í fanginu. Þetta á ekki að koma neinum á óvart, það er gert ráð fyrir þessu í lögunum/ólögunum um stjórn fiskveiða og hangir eins og sverð yfir hausum okkar á hverjum einasta degi.
Hér er fréttin á BB um málið.
http://bb.is/Pages/26?NewsID=102703
Athugasemdir
Voðalega eru allir vondir við aumingja Halldór. Fjölmiðlar keppast bara við að skrökva.
Unnar (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:29
Heppin Bryndís mín því þú ert hér með klukkuð :)
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:51
Heppin !!! ert hér með klukkuð Bryndís mín :)
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.