16.6.2007 | 20:03
Kvennahlaup á ísafirði
Við mæðgurnar hlupum með dætrum okkar í dag í yndislegu verðri á Ísafirði. Bryndís Hekla tveggja ára dótturdóttir mín ''hljóp í kerru'' með móður sinni og sagði stöðugt; " þetta er ekki kvennahlaup, þetta er konuhlaup." Ég sagði Svanlaugu dóttur minni að sjálf hefði hún kallað þetta Finnahlaup þegar hún hljóp í kerru á þessum aldri. Dætur mínar hlupu báðar með mér á árum áður, fyrst í vagni svo kerru og nú á tveimur fótum. Núna hleypur barnabarnið í kerrunni sinni með mömmu sinni. Skemmtilegt þetta með endurtekninguna. Kannski á Ísabella Ósk eftir að hlaupa með sína dóttur í vagni, kerru og svo saman á sínum tveimur. Vonandi hlaupum við þá allar saman eins og nú. Góður dagur!
Athugasemdir
Duglegar amma, mæðgur, systur , barnabarn og frænkur !
Guðrún (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 20:34
Þið eruð ótrúlega flottar.
Arna Lára Jónsdóttir, 16.6.2007 kl. 21:01
Æðislegt! Fleiri myndir takk :) x
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.6.2007 kl. 23:24
Gaman að fá svona góða mynd af ykkur saman. Ég er búin að prenta eina út fyrir pappann, afann og langafann. Bestu kveðjur vestur.
Ingigerður
Ingigerður Friðgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 14:00
Glæsilegt hjá ykkur stelpur, meiriháttar mynd Bryndís. Ég skrópaði þetta árið, en litlan hljóp með ömmu og stóra bróður. Mamma var að græja útskriftarveislu fyrir saumóvinkonu.
þjóðhátíðarkveðja úr Mosfellsbænum
Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 19:38
Flotta konur! Það var líka fínt í Garðabæ en kannski maður ætti að stefna á Ísafjörð næst - hef aldrei komið þangað
Valgerður Halldórsdóttir, 18.6.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.