Til hamingu með Velferðarstjórnina

 

Nú hafa Íslendingar fegið nýja ríkisstjórn sem þegar hefur fengið nafnið Velferðarstjórn.  Okkur tókst ekki að fella ríkisstjórnina né að koma báðum stjórnarflokkunum úr stjórnarráðinu en Samfylkingin er samt mætt til leiks með vel útfærð stefnumál sem hafa verið unnin af fjölda manns undanfarin ár.  Samfylkingin lagði upp með áherslur  á velferðarmálin í kosningabaráttunni og þau mál fá mikið vægi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.  Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn, hún er mætt á ný í Félagsmálaráðuneytið sem nú hefur fengið nafnið Velferðarráðuneyti.  Ég er mjög ánægð með ráðherraval Samfylkingarinnar í velferðarstjórninni skipað jöfnum fjölda karla og kvenna en ég segi ekki orð um val á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, EKKI ORР Læt konurnar í Sjálfstæðisflokknum um það.  Nú getur ríkisstjórnin hafist handa við að færa íslenska velferðarkerfið aftur í átt til hins skandinavíska módels frá því módeli sem fráfarandi ríkisstjórn setti það inn í og er kennt við það ameríska.

Það sem Samfylkingin hefur fegnið samþykkt að setja inn í hinn nýja stjórnarsáttmála er aukinn jöfnuður með áherslu á yngstu og elstu kynslóðir þessa lands auk þess að bæta kjör þeirra sem standa höllum fæti.  Einnig á að bæta kjör barnafjölskyldna s.s. lengja fæðingarorlof, hækka barnabætur, bæta tannvernd barna með gjaldfrjálsu eftirliti, styðja nemendur framhaldsskóla í kaupum á námsgögnum, auka stuðning við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.

Þessi velferðarstjórn hefur einnig sett inn í sáttmalann áform um að lækka skatta á þá lægst launuðu.  Það er aldeilis tími til kominn því hinir sem hæstu launin hafa fengu sín kjör bætt hjá fráfarandi ríkisstjórn.  Húrra fyrri þessu og öllu hinu sem við getum búist við að Velferðarstjórnin vinni að á komandi kjörtímabili.

Barattufundur med Ossur og Ingibjorgu Solrunu Isafirdi 103


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bryndís: Vantar ekki eitthvað? Hver er stöðuleikin í sjávarútvegi á Vestfjörðum? Hverju á að viðhalda? Getur þú spurt Ingibjörgu að þessu fyrir mig?Það  hefur þá eitthvað farið fram hjá mér. samfylkingarfólk hefur lítið tjáð sig um þetta síðan" sáttmálinn " var gerður, og talar um allt annað. Eg veit nú hvaða skoðun  þú hefur á þessu kvótakerfi. En allt í einu ekki orð um sjávarútveg,hvað er í gangi.

bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 16:03

2 identicon

Blessuð og sæl mín kæra barnapía og drullukökumeistari.  Tek undir með þér að hér ríkir gleði yfir nýrri ríkisstjórn,- mér finnst líka afskaplega gaman að það sé sterkur meirihluti að baki henni og því hlýtur stór meirihluti þjóðarinnar að vera sáttur !!

Bestu kveðjur vestur,- hér á Akureyri er alltaf kaffi á könnunni fyrir þig og þína,- og rautt í glasi ;) og síðan er Kolfreyja með bú út í garði og hægt er að skella í nokkrar drullukökur, sóleyjar og fíflar spretta upp á næstu dögum til skrauts ;)

ÞHelga (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 09:55

3 identicon

Já, stjórnin er sterk eins og Helga segir og við ætlumst til mikils af henni.  Nú er að bretta upp ermar og byrja að leiðrétta.

alla (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé alls ekki að þessi ríkisstjórn sé tilefni fagnaðar fólks í sjávarbyggðunum. 

Sigurjón Þórðarson, 28.5.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband