13.5.2007 | 13:29
5953 atkvæði féllu dauð
Ég vaknaði konulaus í morgun!
Reyndar vöknuðu allir íbúar Norðvesturkjördæmis konulausir í morgun. Á síðasta kjörtímabili höfðum við þó eina konu á þingi, Önnu Kristínu Gunnarsdóttur sem hefur verið ötull málsvari landsbyggðarinnar. Hún var kosin burt í gær.
Ríkisstjórnin hélt velli með naumum meirihluta, munaði einum manni.
Kjósendur sendu Framsóknarflokknum þau skilaboð sem reyndar báðir ríkisstjórnarflokkarnir hefðu átt að fá, að nú væri komið nóg. Framsóknarflokkurinn geldur afhroð. Sjálfstæðismenn voru klókir í kosningabaráttunni laumuðu því að kjósendum að nú væri kominn tími til að þeir tækju við heilbrigðisráðuneytinu og létu þannig Framsóknarflokkinn svara fyrir biðlistana í heilbrigðiskerfinu. Nú er spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð á næstu dögum. Varla er hægt að búast við að sama ríkisstjórn haldi áfram þó hún hafi meirihluta þingmanna því hún er löskuð og hefur minnihluta atkvæða eða aðeins 48.4 prósent á bakvið sig. Það er því meirihluti kjósenda sem hefur kosið annars konar ríkisstjórn, það er ljóst.
Þau 5953 atkvæði sem greidd voru Íslandshreyfingunni og féllu niður dauð tryggðu það að ríkisstjórnin hélt velli. Oh, svei !
Athugasemdir
Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa reiði minni yfir þessari karlrembu niðurstöðu. Eitt er víst að jafnréttið kemur ekki að sjálfu sér nú þurfum við aðgerðir ég hvorki get né vil sætta mig við þessa niðurlægingu lengur. Nú er komið nóg við eigum allar að berja í borðið hvort eða hvar í flokki sem við stöndum. Kannski ættum við allar (konur í þessu kjördæmi) að fara í burt, þó ekki væri nema einn dag.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.5.2007 kl. 20:04
Já ekki vitlaus hugmynd. Látum okkur hverfa í sólarhring.
En bendir þetta ekki til þess að það sé kominn tími á kvennalistaframboð, eina ferðina enn.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 20:09
Jú stelpur. Fáum góð ráð hjá Ingibjörgu Sólrúnu.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 13.5.2007 kl. 20:39
Ég vil stofna Kommúnistaframboð kvenna.
Er að spá í að gerast ritari. Vilt þú verða formaður?
Tíhí.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 11:23
Blessaður Henrý
Takk fyrir ábendingarnar. Ég barðist eins og ljón til að fá Ingibjörgu Sólrúnu sem formann. Það gerðu reyndar margir karlar líka. Vonandi verður mynduð ríkisstjórn með okkar fólki á næstu dögum. Ég sá myndi á forsíðu fréttablaðsins í dag þar sem Ingibjörg er að lokka Steingrím inn í herbergi til sín. Vonandi veit það á gott.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 14.5.2007 kl. 12:17
Ég styð tillögu Möttu, Konur látum okkur hverfa úr kjördæminu í einn dag! væri það ekki sniðugt.
En mér finnst reyndar að samfylkingin geti sjálfum sér um kennt með kvennmannsleysið, þeir kusu konuna burt með prófkjörinu.
Halla Signý (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:04
Mér finnst óþolandi óþolandi að tala um að atkvæði detti niður dauð. Það er heilagur réttur hvers kjósanda að kjósa eftir sinni sannfæringu og skylda hans líka, það er lýðræðið í hnotskurn. En hitt er svo annað mál að hlutur kvenna er aumur og finnst mér það miður og held að konur verði að snúa bökum saman hvar í flokki sem þær standa og vinna saman. Áfram stelpur. Ninna
ninna (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:23
Halla Signý á höfuðhöggið . Að nokkru leyti sama vandamál hjá ykkur í NV eins og hjá okkur í NA: Tveir miðaldra karlar í efstu sætum er í dag, árið 2007, alls ekki spennandi og eiginlega óviðeigandi í flokki sem kennir sig við jafnaðarstefnu og jafnrétti. -Vona að við vöndum okkur betur næst
Þorsteinn Egilson, 19.5.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.