5.5.2007 | 21:57
Er sjálfstæðisflokkurinn að auglýsa ókeypis?
Þessa dagana þeytast ráðherrar um kjördæmin og útdeila styrkjum, skrifa undir samninga og klippa á borða. Fjölmiðlar mega hafa sig alla við að ná þessu á filmu því auðvitað þarf að flytja fréttir af því hvernig opinberu fé er varið. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því ekki að kaupa margar auglýsingar fyrir kosningarnar, því ÞETTA ERU ÓKEYPIS AUGLÝSINGAR.Á Vestfjörðum hafa svona ókeypis auglýsingar gengið látlaust allt þetta kjörtímabil. Á Vestfjörðum hafa þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fengið sauðtrygga, hreintrúaða flokksmenn með sér í auglýsingabrelluna. Brellan gengur út á að fagna einu og einu starfi og einum og einum vegspotta, boðið er upp á snittur, flaggað og skálað og fjölmiðlar kallaðir á staðinn. Brellan er endurtekin í hvert sinn sem moli hrekkur inn á svæðið. Allt er gert til þess láta líta út eins og Vestfirðir séu með í hagvaxtaraukningunni. Það fer ekki eins mikið fyrir hinum sauðtryggu, hreintrúuðu þegar fregnir berast af fólksfækkun, fækkun opinberra starfa, burtseldum kvóta, fækkun starfa í sjávarútvegi og neikvæðum hagvexti þegar allt er í bullandi þenslu í hagkerfinu á Íslandi. Hinir sauðtryggu, hreintrúuðu kalla boðbera slíkra frétta niðurrifsöfl sem kunna ekki að meta það sem vel er gert. Svo þegar fólki er nóg boðið og blásið er til baráttufundar þar sem fundarmenn lýsa ábyrgð á hendur stjórnvöldum og heimta sinn rétt eins og gert var 11. mars sl. á Ísafirði þá láta stjórnarþingmenn ekki sjá sig og hinir sauðtryggu, hreintrúuðu kalla borgarafundinn Samfylkingarfund. Ja, mikill er máttur Samfylkingarinnar í þeirra augum. Nú er svo illa komið fyrir stjórnarliðum að þeir hafa það vondan málstað að verja að þeir verða að halda fundina á Vestfjörðum í vernduðu umhverfi þar sem tryggir varðhundar þeirra umkringja sæðið.
Frelsum þá úr þessari ánauð þann 12. maí og kjósum Samfylkinguna.
Athugasemdir
Góður pistill Bryndís! Þetta er alveg með ólíkindum. Svo eins og ég hef bent á, á bloggi mínu er ráðherrar í kjördæminu, að keyra um á ráðherrabílunum, með einkabílstjóra og aðstoðarmann til að keyra áfram kosningabaráttuna. Er þetta eðlilegt?
Eggert Hjelm Herbertsson, 5.5.2007 kl. 22:03
Bendi þér einnig á góða færslu eftir Ágúst Ólaf.
Eggert Hjelm Herbertsson, 5.5.2007 kl. 22:08
maður á bara ekki orð yfir þessa vitleysu, alveg ótrúlegt hvað stjórnarflokkarnir fá fríar auglýsingar, eins og í fréttunum í kvöld þar sem Guðni var að kasta af flugustöng í Smáranum, sem hann hafði aldrei gert áður sýndist mér, þá voru fréttamenn mættir og kannske tíu til tuttugu manns sem hlógu að klaufaskap Guðna
Hallgrímur Óli Helgason, 5.5.2007 kl. 22:22
Það er nú ekki í fyrsta skipti sem hægt er að brosa út í annað yfir hennar skrifum. Held að það sé að koma upp smá skjálfti hjá Samfylkingarfólki þessa dagana.
Við skulum sjá til hvort nokkuð breytist ef SF kemmst í ríkisstjórn, sem ég stórefa. Var það ekki Jón Baldvin sem misnotaði sín völd og fékk sér í glas á kostnað ríkisins. Hann er nú sá guð sem Bryndís trúir á.
Ingólfur H Þorleifsson, 8.5.2007 kl. 17:19
Áfgæti Ingólfur
Foringinn í Samfylkingunni (við notum ekki orðið Guð um okkar formenn eins og þú orðar það) heitir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Jón Baldvin sem er góður vinur minn, er ekki í framboði fyrir Samfylkinguna. Ætli hann hafi boðið Ána Johnsen í glas forðum daga?
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 8.5.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.