24.4.2007 | 23:46
Ekki fleiri byggðaáætlanir fyrir Vestfirði takk
Mikið hefur verið rætt og ritað um tillögur er lúta að styrkingu byggðar á Vestfjörðum sem sumir vilja einnig kalla endurreisn byggðar. Þeir sem bent hafa á fólksflótta og fækkun starfa eru oft úthrópaðir sem niðurrifsöfl sem sverta ímynd Vestfjarða og fæla fólk frá þvi að flytjast til staðarins. Ja mikill er máttur þeirra ef satt væri. Staðreyndirnar tala samt sínu máli, fólki hefur fækkað og störf hafa færst burtu úr fjórðungnum. Sífellt er verið að skipa nefndir sem eiga að koma með tillögur til úrbóta en ekkert bólar á aðgerðum. Þegar byggðaáætlun var gerð árið 2002 fyrir landið allt tóku sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum sig saman og gerðu sína eigin byggðaáætlun. byggðaáætlun 2002 Þegar fimm ár voru liðin og ekkert hafði bólað á aðgerðum sem voru byggðar á þessari áætlun var haldinn stór borgarafundur á Ísafirði í mars þar sem íbúar létu í sér heyra varðandi aðgerðarleysið. Þá var skipuð ein önnur nefndin sem átti að búa til áætlun um aðgerðir og viti menn! skýrsla 2007// Sú áætlun er bara nokkuð lík hinni fyrri sem er orðin fimm ára gömul nema nú var komin olíuhreinsunarstöð inn í áætlunina, rússnesk í aðra ættina, kannski sú sama og átti að redda Skagfirðingum hérna um árið, já og sami maðurinn kominn aftur á kreik með þessa dæmalausu stöð sem skapar 500 störf. Sumir spyrja hvort þessi olíuhreinsunarstöð eigi að bjarga þingmönnum og ráðherrum í slæmum málum líkt og gerðist þarna í Skagafirðinum, hver veit? Þetta gæti verið bragð til að beina umræðunni frá slæmum vegum og burtseldum aflaheimildum frá Vestfjörðum fram yfir kosningar. Sjáum til!
Ég hvet fólk til að lesa grein eftir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ Sigurð Pétursson hér 8 Í henni segir ansi margt um allar þessar áætlanir sem gerðar hafa verið til að styrkja byggð á Vestfjörðum. Eigum við Íslendingar ekki slá til í vor og skipta um ríkisstjórn? Við eigum það skilið.
Athugasemdir
Sæl mín kæra, gaman að rekast á þig á blogginu. Kveðjur bestar Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.