22.4.2007 | 13:16
Hvað er málið með Jón Baldvin?
Ég var að lesa viðtal við Jón Baldvin í Blaðinu um helgina. Eftir lesturinn sagði ég við sjálfa mig; "hvað er málið með hann Jón Baldvin?" Af hverju eru fjölmiðlar sífellt að flytja fréttir af því að maðurinn sé húsnæðislaus í pólitík. Hann telur upp stefnumál Samfylkingarinnar í fyrsta, öðru og þriðja lagi og lýsir velferðarsamfélaginu eins og það mun líta út þegar Samfylkingin er komin í ríkisstjórn og búin að færa það inn í þann skandinavíska ramma sem sátt ríkir um á Íslandi. Í lok viðtalsins lýsir hann hvernig óskaríkisstjórn hans lítur úr eftir kosningar og þar lýsir hann einmitt stefnumálum Samfylkingarinnar þegar hann segir;
Ég vil fá ríkisstjórn sem segir þjóðinni satt um stöðu mála. Ríkisstjórn sem leggur fyrir þjóðina skilgreind markmið um að ganga í Evrópusambandið, gefur henni réttar og haldgóðar upplýsingar um hverjir eru kostir þess og gallar og gefur henni tíma til að átta sig á því, hvað muni breytast við inngöngu. Ég vil fá ríkisstjórn sem endurskoðar frá grunni forsendur okursamfélagsins og hið ríkisrekna landbúnaðarkerfi. Þetta er best gert í tengslum við inngöngu í Evrópusambandið. Ég vil ríkisstjórn sem stendur fast á grundvallarsjónarmiðum jafnaðarmanna hvað varðar velferðarríkið. Það hefur orðið svo mikil skekkja að fólk er í sumum tilvikum orðið fórnarlömb kerfisins, sem átti að þjóna því. Það þarf að gera grundvallarumbætur á okkar þjóðfélagi. Þær eru svo róttækar og umfangsmiklar að það mun taka tvö kjörtímabil í framkvæmd. Hverjum treysta kjósendur til slíkra stórræða? Þetta er að lokum spurning um traust
Þá höfum við það, Hvað er þá málið?
Athugasemdir
Þurfum við ekki bara að finna eitthvað handa honum Jóni að gera? Jón Baldvin er og verður jafnaðarmaður og á að einhenda sér í að aðstoða okkur við að sameina þá alla í einn flokk! Alla med!
alla (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:45
Gaman að þú skulir vera farin að blogga. Ég hlustaði á Jón Baldvin í Silfrinu í hádeginu þar sem hann talar sem sannur jafnaðarmaður og jafnaðarstefnuna er bara að finna í einum flokki sem ég veit um, Samfylkingunni. Það er kannski bara pínu erfitt fyrir hann að vera ekki við stjórvölinn.
Arna Lára Jónsdóttir, 22.4.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.