20.4.2007 | 20:37
Byrjuð að blogga
Jæja, þá er ég byrjuð að blogga eins og margir vinir mínir og kunningjar. Fyrir stuttu hélt ég að ég hefði ekki tíma ítil að blogga og ef ég færi af stað í bloggið þá færi vinnutími minn fyrir borð og ég þyrfti að vinna fram á nótt til að ljúka vinnutengdum störfum í vinnunni eftir allt bloggið. Ég tala nú ekki um að hafa tíma til að lesa allt bloggið sem er í gangi þessa dagana. Svo sá ég auðvitað í hendi mér þegar ég fór að íhuga málið nánar að úr því að yngri dóttir mín 12 ára hefur tíma til að halda úti heimasíðu og uppfæra hana reglulega með skirfum, myndum og tónlist auk þess að vera í grunnskóla, jassballett, körfubolta og píanótímum og eldri dóttirin 25 ára hefur tíma til að halda úti heimasíðu fyrir sína dóttur auk þess að vera í háskólanámi og kenna í grunnskóla þá hlýt ég að hafa tíma til að blogga smá á hverjum degi. Nú er um að gera að vera ekki minni manneskja en dæturnar og vakna fyrr á morgnana og byrja daginn með bloggi og snúa sér síðan að vinnunni. Sjáum svo til hvernig gengur !!!!
Athugasemdir
Sæl Bryndís. Ég kem örugglega til með að líta við hér á blogginu hjá þér. Sjálf geri ég ekki mikið ef því að blogga er svona að fara að fikra mig áfram í því, kannski! Ég geri aftur á móti meira að því að líta við hjá öðrum og stöku sinnum tjá mig þar. Hlakka til að sjá miera frá þér. Kveðja, Ingibjörg G. Guðmunds.
IGG , 20.4.2007 kl. 20:45
Gaman að sjá þetta. Aldrei of mikið af Samfylkingarkonum sem tjá sig ...!
alla (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:01
Sæl Bryndís. Ég kem örugglega til með að líta við hér á blogginu hjá þér. Sjálf geri ég ekki mikið ef því að blogga er svona að fara að fikra mig áfram í því, kannski! Ég geri aftur á móti meira að því að líta við hjá öðrum og stöku sinnum tjá mig þar. Hlakka til að sjá miera frá þér. Kveðja, Ingibjörg G. Guðmunds.
IGG , 20.4.2007 kl. 21:27
Bryndís mín. Þetta fór óvart aftur. Ég veit ekkert hvernig það gerðist. Ertu ekki til í að eyða annari athugasemdinni ásamt þessari?
IGG , 20.4.2007 kl. 21:30
Ég enn og aftur. Nei það er ekki gott að átta sig á hver er hver í þessum mikla fjölda sem bloggsamfélagið er. En hér er komin Ingibjörg G. Guðmundsd. úr Silfurgötu 7. Fattarðu núna hver ég er? Ef ekki þá verður þetta bara svona getraun með einni vísbendingunni af annarri.
IGG , 23.4.2007 kl. 08:52
Sæl vinkona. Það er mikið að þú tókst við þér. Gangi þér vel. Kveðjur bestar, Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.