Sjálfstæðisflokkurinn á ekki neyðarlínuna 112

Getur einhver sagt mér hvers vegna í ósköpunum Neyðarlínan ohf. lagði 300 þúsund krónur í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar? Þetta kemur fram hjá ríkisendurskoðun sem birti í fyrsta sinn útdrætti úr reikningum stjórnmálaflokka. Þegar opinberun á bókhaldi stjórnmálaflokka var til umfjöllunar á alþingi þá vakti athygli að sjálfstæðiflokkurinn reyndi að koma í veg fyrir að þessi lög yrðu samþykkt. Rökin voru m.a. þau að mörg fyrirtæki vildu geta styrkkt ,,sinn" stjórnmálaflokk án þess að það væri opinberað.

Neyðarlínan er í eigu landsmanna og því er undarlegt að þetta opinbera fyrirtæki skuli styrkja einn stjórnmálaflokk umfram aðra. Eignarhald á Neyðarlínunni ohf. er þannig að Reykjavíkurborg á 10.5%, Ríkissjóður á 73,6% Landsvirkjun á 7,9% og Orkuveita Reykjavíkur á 7.9%.  Í stjórn neyðarlínunnar sátu þegar styrkurinn var veittur, fulltrúar Reykjavíkurborgar, dómsmálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og fjármálaráðuneyti. Þessum ráðuneytum var öllum stýrt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu aAþingiskosningar. Ætli ÖSE viti af þessu? 

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item256614/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Mér finnst þetta mjög eðlilegt og sem betur fer má segja, því ekki veitir þeim af neyðarhjálp núna,, Geir situr örugglega núna og slær inn 112........ vona að einhver svari þeim og segi þeim að best sé að sitja heima núna meðan óveðrið gangi yfir og leyfi öðrum að fara út í veðrið sem eru betur búnir til þess.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

HA?

Fer ekki fram einhver rannsókn á þessu??

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.3.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Bryndís mín, hvernig spyrð þú eiginlega? Þessar 300 þúsundir er bara skiptimynt hjá sjöllunum, þeir hafa haft svo miklu meira frá stórfyrirtækjum sem eru undir þeirra stjórn. En þessu getum við breytt ef við þorum, viljum og verðum. Hafðu það gott mín kæra.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.4.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband