Ha? Ekkert landsskipulag?

 

Þá höfum við það! Sjálfstæðisflokkurinn er á móti stjórnarfrumvarpi umhverfisráðherra um að í skipulagslögum verði gert ráð fyrir landsskipulagi. Í núgildandi skipulagslögum er gert ráð fyrir að allt vald sé hjá sveitarfélögum og getur ríkisvaldið þá ekkert aðhafst ef t.d. sveitarfélag vill reisa stóriðju í túnfætinum. Í nágrannalöngunum er gert ráð fyrir í skipulagslögum að landsskipulag sé æðra skipulagsvaldi sveitarfélaganna og hafa ýmsir fagmenn á sviði skipulagsmála á Íslandi oft talað um að það vanti landsskipulag á Íslandi. En, nei takk, aldeilis ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei átt umhverfisráðherra, Ísland hefur aldrei átt umhverfisráðherra,,, fyrr en nú.  Þeir bara kunna þetta ekki. Eru ekki einhverjir skipulagsfræðingar, landlagsarkitektar og umhverfisfræðingar í Sjálfstæðisflokknum sem geta komið fyrir þá vitinu?   

http://visir.is/article/20080618/FRETTIR01/381545796


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Gott að heyra þetta Jóna. Það eru þá ekki allir sveitarstjórnarmenn á móti þessu eins og mætti halda þegar Halldór Halldórsson bæjarstjóri talar.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sjallar eru bara sjallar og nú þurfum við konur að passa og verja umhverfisráðherra - þeir eru byrjaðir að eyðileggja !

Til hamingju með Kvenréttindadag Íslands!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað verðum við að hafa hér landsskipulag sem er æðra skipulagi á sveitarstjórnarstigi- mál í sveitafélagi geta verið það stór og afdrifarík að þjóðin öll eigi að hafa lögsögu.

Þetta er svona samsvarandi þess að okkur þætti alveg fullnægjandi að vera bara með héraðsdóm- hann fullnægði sveitinni - Hæstiréttur væri með öllu óþarfur...

Samfylkingin verður að styðja frumvarp umhverfisráðherra og það af öllu afli.

Sævar Helgason, 20.6.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

þetta er nú ekki alveg svo einfalt að nágrannalönd okkar hafi landsskipulag sem sé æðra skipulagsvaldi sveitarfélaga. Hitt er algengara að vissir þættir s.s. samgöngumannvirki, virkjanir og stóriðja séu hluti af landsskipulagi en aðrir þættir skipulags í höndum sveitarfélaga. Það verður ekki til að tryggja náttúru Íslands grið að færa skipulagsvaldið frá sveitarfélögum til Alþingis - hefur sú ágæta stofnun staðið fyrir náttúruvernd á umliðnum áratugum? Nær væri að lögin skilgreindu hvaða framkvæmdir eru af þeim toga að samþykki beggja stjórnsýslustigana þurfi til að leyfa þær frekar en að búa til skrifræði sem tekur til alls skipulags og framkvæmda - og kallar að sjálfsögðu á nýja stofnun í Reykjavík.

Guðrún Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Ég hélt nú einmitt Guðrún að þetta væri þannig hugsað hjá umhverfisráðherra, að meiriháttar framkvæmdir s.s. virkjanir, stóriðja, hálendismál og samgöngumannvirki yrðu háðar landsskipulagi. Þessi mál eru núna eingöngu á borði sveitarfélaganna se4m nær auðvitað engri átt. Minniháttar skipulagsmál og framkvæmdir sem snertu nærbyggðina og geinungis íbúana sjálfa í viðkomandi byggðalagi gætu sveitarfélögin séð um sjálf eins og hingað til.  Ég held að það þurfi bara að útskýra þetta betur fyrir sveitarstjórnarfólki. Annað mál sem vert er að nefna. Alþingi hefur einmitt ekki haft náttúruverndina uppi á borðinu, en núna er Þórunn Sveinbjarnar komin til sögunnar. Ég ætla alla vega að ákveða að hún sé alvöru umhverfisráðherra og komi ýmsu til leiðar þrátt fyrir alla hina þingmennina sem láta sig ekki náttúruvernd varða.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bryndís, hvað finnst þér um fallandi gengi krónunnar í dag?

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband